Archive

for December, 2004

ALMENNT

Föstudagur á morgun

Það er föstudagur á morgun og þá er bara 21 dagur til jóla sem er nú ekki mikið. Fór í eina töku í dag og vann eitthvað af myndum. Á morgun er það 9-17 vakt niðri á mogga. Svo er það ædolið á morgun þar sem hún Hildur Vala vinkona mín er að syngja. Vona að þessi hópur verði betri heldur en hinir tveir. Merkilegt hvaða fólk komst áfram í 32 manna úrslit. Hæfileikinn að geta sungið virðist ekki skipta máli í þessari keppni sem er ansi furðulegt. En svona er þetta. Ég eiginlega veit að þessi hópur verður betri en hinir þar sem bæði Hildur vala og Guðrún Birna, sem útskrifaðist úr Versló sama ár og ég, kunna að syngja og syngja vel. Þannig að þær komast pottþétt áfram. Nema að einhverjar stúlkur þarna slái þeim við. Þá komast þær pottþétt áfram í aukaþættinum. Annað væri bara rugl. Ég er ekki búinn að hafa fyrir því að kjósa í hinum tveimur þáttunum því þetta var svo mikið drasl en núna fær einhver atkvæðið mitt og þessi einhver er að sjálfsögðu Hildur Vala. Hún bauð mér líka einu sinni far þegar ég ákvað að hlaupa upp á hlöðuþak á stuttbuxunum. Þannig að ég verð að gefa henni mitt atkvæði.

Posted on 2. December 2004 by Árni Torfason Read More
1 4 5 6