Archive

for December, 2004

ALMENNT

Vindur

Ákvað að gamni mínu að taka þátt í keppni á Dpchallenge.com. Hef ekki gert það í langan tíma af einhverju viti. Fékk hana Brynju lánaða og þakka henni fyrir það. Það þarf að skila mynd í keppnina í kvöld þannig að ég er að reyna að velja úr þessu sem ég tók. Getið séð afraksturinn hér. Hvað finnst ykkur að ég eigi að senda?

Þetta er keppnin…
Challenge Details: Wind. Capture this elusive subject for your challenge photo this week.

Vil í leiðinni minna á Ljósmyndakeppni sem er svona íslensk síða svipuð og dpchallenge.com.

Posted on 14. December 2004 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Helgin að klára klára

Var á vakt niðri á mogga á föstudaginn. Það var svona frekar mikið að gera sem er bara gott. Eftir vinnu kíkti ég smá heim og sturtaði minn fagra stælta líkama og fór svo niður á Tapas barinn að hitta Freymar og fólkið úr LHÍ sem ég myndaði fyrir verkefni sem þau voru að gera í skólunum. Getið séð síðuna þeirra hér og svo albúm sem ég gerði hér. Allavega. Það var massa gott að borða á Tapas barnum. Fékk mér þrjá rétti og þar á meðal túnfisk umvafinn beikoni sem var… öss… svakalegur. Svo var það gleði niðri í Listaháskóla þar sem drukkið var mjöður og magar stimplaðir. Á laugardaginn voru það rólegheitin bara. Fótbolti þar sem ég tapði. Fjúríus skal ég segja ykkur. Svo voru það nokkrar tökur. Flashið mitt er eitthvað ósátt. Held að það sé að syngja sitt síðasta. Ætla að prufa það í dag og svo viðgerða það á mánudaginn. Kíkti svo á Pálus og Brynský þar sem við horfðum á sjónvarpið og hámuðum í okkur kökur sem Brynja bakaði. Svo kíkti ég á þá Lokbrá menn á Grand Rokk þar sem þeir voru að spila á undan Hjálmum. Lokbrá voru fínir eins og alltaf. En veit ekki með þessa Hjálma. Þetta virðist vera voða inn í dag. Einhver tískubóla ætla ég að segja. Svo var það heim og video og svefn.

Í dag gekk ég frá myndunum sem ég tók í gær. Þær eru á leiðinni niður á mogga akkúrat núna. Er svo að fara að mynda núna klukkan 1500 og líklegast í allan dag. Sem er bara mjög gott. En áður en það gerist ætla ég að gæða mér á heilhveitihorni sem móðir mín var svo góð að kaupa handa mér. Svo þegar ég verð stór og á bíl þá ætla ég að ferma hann.

Í gærkvöldi tók ég líka mynd af ljósi nokkru. Norður ljósi. Ljósið getið þið séð hér.

Posted on 12. December 2004 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Jólamyndir um jólin

Horfði í gær á Leathal Weapon 1 og hafði gaman af eins og alltaf. Hef gert það síðustu jól að finna mér svona myndir sem gerast um jól og horft á þær síðustu vikurnar fyrir jólin. Die Hard kemur líka sterk inn af kanntinum verð ég að segja. Svo má ekki gleyma Home Alone. Vitið þið um einhverjar fleiri sniðugar svona jólamyndir?

Posted on 9. December 2004 by Árni Torfason Read More
1 2 3 4 5 6