Archive

for December, 2004

ALMENNT

Helvítis afgreiðslufólk

Djöfull verð ég pirraður á leiðindar afgreiðslufólki í búðum. Greinilega eitthvað fólk sem er að vinna yfir jólin en nennir því engan veginn. Hendir kortinu manns í borðið og er með hangandi haus. Einn asni í BT í dag sem sat bara og ætlaði ekki að nenna að afgreiða mig. Mér finnst að ég eigi að fá vald til þess að reka svona pakk á staðnum. Og hana nú!

En á morgun virðist fólk að vera að klára prófin sín. Verður þá ekki gleði?

Posted on 20. December 2004 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Ocean’s Twelve

Fór í gær á Ocean’s Twelve með Auði. Var búinn að bíða lengi eftir þessari mynd. Var mjög hrifinn af fyrri myndinni. Þessi var ekki eins góð og fyrri myndin en samt nokkuð sniðug. Skemmti mér vel. Handritshöfundar voru doldið uppteknir af því að feta í fótspor fyrri myndarinnar með rosalega plotti. Spurning hvort að plottið hafi ekki bara verið aðeins of rosalegt til að vera nógu gott. Mæli samt með að þið tjékkið á myndinni.

Fór í dag í 2 myndatökur fyrir dpchallenge.com og í annarri þeirra var ég módelið. Gaman að prufa að vera fyrir framan myndavélina.

Planið í kvöld er sjónvarpsgláp og tiltekt í herberginu mínu… vonandi.

Posted on 19. December 2004 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Herra Ísland

Þarf maður ekki að vera frekar mikill fáviti til að taka þátt í Herra Ísland? Núna sitja þessir bavíanar á sviðinu í svörtum hlýrabol og eru að sýna einhvern dans sem hún þarna masmín eða jasmín eða hvað sem hún heitir hefur samið. Ef einhver sem ég þekki dettur í hug að fara í þetta afneita ég honum. Ef ég eignast einhvern tíman fyrirtæki og sé um það að ráða fólk. Þá þarf að koma fram hvort að viðkomandi piltur hafi tekið þátt í þessari keppni. Og ef hann hefur tekið þátt þá sjálfkrafa fær hann ekki vinnu. Ég vorkenni… ég vorkenni.

Posted on 17. December 2004 by Árni Torfason Read More
1 2 3 4 6