Archive

for November, 2004

ALMENNT

Sáttur með leikmenn Indiana

Öss… var að horfa á fréttirnar. Detroit og Indiana voru að keppa í NBA og Indiana að rúlla upp Detroit. Svo ákvað einn gaur úr Detroit að slást við einn gaurinn úr Indiana. Og hann bara labbaði í burtu og lagðist á eitthvað borð þar sem tímaverðirnir eru. Þá kastar einhver fávita áhorfandi gosglasi í Indiana leikmanninn. Og að sjálfsögðu lét hann ekki vaða svona yfir sig og bara réðst á gaurinn og aðrir Indiana leikmenn hjálpuðu honum. Minnir mig á gamla góða Eric Cantona þegar hann sparkaði í áhorfanda sem hrópaði að honum eitthvað um mömmu hans. Allavega þá voru áhorfendur Detroit lamdir bara í klessu. Indiana leikmennirnir fara ábyggilega í hressandi bann en svona er þetta bara. Þetta snýst allt um gott sjónvarpsefni.

Posted on 20. November 2004 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Ferðu á fætur á morgnanna?

Í gær tók ég hressandi 10-0 vakt á mogganum. Náði samt að hoppa heim og horfa á idolið. Allir skítlélegir með meiru. Vonandi verða næstu hópar eitthvað skárri. Eftir vaktina skellti ég mér út á videoleigu og tók Elf sem er allt of fyndin mynd. Will Ferrell í miklu uppáhaldi hjá mér.

Er að horfa á lottó. Það er svo fyndið að einhver sé að stjórna þessu. Afhverju er þetta ekki bara eins og í víkingalottóinu sem tölurnar koma og það er lesið upp hvaða tala þetta er. Í staðin fyrir að hafa einhverja gamla ungfrú ísland.is að tjá sig. Gerir ekkert gagn. Stórefast um að fólk kaupi sér miða til að geta fylgst með einhverri konu eða kallinum sem er stundum lesa upp tölur og segja einhverja vitleysu um veðrið.

Ég var að pæla. Fólk sem er ekki með neinar fætur… fer það á fætur á morgnanna?

Posted on 20. November 2004 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Gleraugu

Já… ég tók fyrir hóp í Listaháskólanum smá. Verkefni. HR… Listaháskólinn. Freymar vinur minn. Hann er í Grafískri hönnun. Þau áttu að hanna. Þau hönnuðu Gleraugu. Ég setti inn svona. Svona albúm. Á reyndar eftir… að búa til svona link á síðuna en… já. Klikkið á mig.

Posted on 18. November 2004 by Árni Torfason Read More
1 2 3 4 5 6