Archive

for November, 2004

ALMENNT

Föstudagur

Það er aftur kominn föstudagur. Fór í banka í dag og beið í 50 mínútur. Ætlaði að hella mér yfir konuna sem átti að aðstoða mig því að hún bara ákvað að aðstoða vinkonu sína sem var ekki með númer. Svo þegar hún áttaði sig á því þegar ég var búinn að bíða svona lengi þá baðst hún afsökunar og var mjög miður sín. Svo gaf hún mér kók þannig að ég gaf henni sjéns.

Posted on 26. November 2004 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Loksins loksins

Er búinn að vera síðustu 2 daga að koma skipulagi á myndirnar mínar. Var alltaf í veseni með pláss þannig að ég var búinn að troða myndum hér og þar. Núna er þetta allt komið í röð og reglu. Er með 5 utanáliggjandi harðadiska og með backuð af öllu á tveimur stöðum. Svo er ég með einn vinnudisk sem ég geymi myndirnar sem ég er að vinna hverju sinni á. Svo er einn diskur fyrir allt annað heldur en ljósmyndir. Mp3 og fleira drasl. Ég ákvað að skíra diskana mína til að aðgreina þá frá hver öðrum.

Var mikið að pæla í þessu og spurði hina og þessa. Sigurjón, eða Grjóni Stuð eins og hann vill láta kalla sig, stakk upp á því að nota nöfn á einhverjum karakterum eins og Homer, Bart, Lisa, Maggie og svo framvegis. Ég greip þá snilldarhugmynd og nú heita diskarnir Fry, Leela, Zoidberg, Bender og Hubert.

Posted on 25. November 2004 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Gunnes World Record

Gunnes World Record þátturinn er á Skjá Einum núna. Mér finnst þetta alltaf jafn fyndið. Sett heimsmet í svo fáránlegu. Nokkur heimsmet sem voru í þessum þætti:
- Lengsta hopp jafnfætis til hægri með tennisbolta uppi í sér.
- Þýskasti maðurinn til að elda sér kótilettur með eyrunum.
- Dýrasta klósett í heimi.
- Elsti kjáni til að borða á sér fótinn með lokuð augun.

Eitt heimsmetið var hver getur sparkað hæst. Tveir menn voru sem sagt að keppa um það hvor þeirra gæti hoppað hæst og sparkað í blöðru. Það var plantað svona blöðru 2,9m c.a. uppi í loftinu og þessir gaurar börðust. Það var sýnd kynning á þeim báðum áður en þetta byrjaði. Annar gaurinn var blökkumaður frá Kaliforníu sem æfði sig þrjár tíma á dag. Og það voru sýndar myndir af honum að lyfta lóðum og taka armbeygjur í leiðinni. Svo hann að troða ber að ofan. Svo var sýnd kynningin á hinum sem hét Jesse of var frá Grænlandi. Og hann sagði bara “Ég er eiginlega ekki að æfa fyrir neitt. Æfi bara ekkert.”

Blökkumaðurinn (ekki niðrandi samt um blökkumenn, alls ekki) var fáránlega góður með sig og mætti í gulum spandex búning á meðan grænlendingurinn var bara hress í stuttbuxum og stuttermabol með hýjung á efri vörunni og var hlédrægari en flest allt. Svo voru þeir báðir búnir að hoppa einu sinni og það átti að hækka um eina tommu. Þá kemur blökkumaðurinn og réttir fram þrjá putta og segir “three inches” fáránlega góður á því. Svo bara skeit hann á sig og gat ekkert hoppað svona hátt og hinn átti ekki í neinum erfiðleikum með þetta. Svo meira að segja hoppaði hann hærra heldur en þetta. Var alveg fáránlega fyndið.

Annað sem er fyndið við þessa þætti er þegar aðal dómarinn er að skoða hlutina sem á að nota í heimsmetinu. Sama hver hluturinn er… körfubolti, klaki, skór eða smjör. Hann tekur alltaf blýantinn sinn og slær svona í hlutinn. Lítur svo á einhvern og gefur honum ok merkið. Ekki meira í bili.

Posted on 23. November 2004 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Martröðin

Ég lenti í því um daginn að einn harði diskurinn minn ákvað bara að fara í ruglið og þar sem ég var ekki búinn að vera duglegur að afrita ljósmyndirnar mínar þá var ég fremur skelkaður. Eftir lítinn svefn nóttina sem þetta gerðist fór ég með diskinn minn í Tæknival þar sem málunum var reddað. Náðist að bjarga öllum original myndunum. Myndir sem ég hafði eitthvað unnið voru í ruglinu en þær voru sem betur fer ekki margar. Þannig að ég hef tekið gleði mína á ný. Svo er ég að formata núna borðtölvuna mína. Ég ákvað fyrir nokkru síðan að setja upp á henni service pack 2 og þá bara fór hún algjörlega í ruglið. Og ég gerði bara svona recovery dót á windowsið því ég nennti ekki að strauja hana. Og hún hefur verið furðuleg síðan. Er núna að strauja hana algjörlega. Og held að hún verði sátt með það.

Fór á Beach Boys um daginn og þeir voru bara nokkuð hressir. Var sáttur að hafa farið. Veit ekki hvort ég hefði borgað mig inn á þá en þar sem mér áskotnuðust miðar (takk fyrir þá kærlega) þá ákvað ég að skella mér. Og þetta var bara hörku fjör. Greið vélina með mér þannig að kannski ég smelli inn einhverjum myndum við tækifæri. Það var rugl fyndið hvað einn gaurinn var mikill pervert og dóni. Var alltaf að strjúka sjálfan sig og vinka til ungu stúlknanna í fremstu röðunum. Þetta var hin ágætasta skemmtun.

Posted on 23. November 2004 by Árni Torfason Read More
1 2 3 4 6