Archive

for November, 2004

ALMENNT

Grátandi sörvævor pakk!

Eruð þið ekki að grínast með þetta rusl í survævor. Núna í kvöld var þátturinn þar sem fólk fékk að tala smá við ástvini sína. Og eins og í öllum öðrum sörvævor þá tapaði fólk sér algjörlega og grét af sér lappirnar. Þetta er svo mikið rugl að það nær engri átt! Ef þátturinn stæði yfir í 25 ár og þetta hefði gerst á 23 ári þá hefði ég tekið þetta væl gott og gilt. Líka ef þátturinn héti “Útrýmingabúðir í Þýskalandi” en ekki “Survævor á ljúfri eyðieyju” þá hefði þetta væl líka verið í lagi. Reyndar fór ég að væla í morgun þegar ég hitti hann Olgeir, ósýnilega vin minn, í fyrsta skipti í 8 klukkustundir. Ég vil samt ekki tala um það.

Posted on 29. November 2004 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Í dag…

… vann ég myndir
… keypti rauðan föndurpappír
… borðaði túnfiskssamloku
… vann fleiri myndir
… keypti mér hvítt plexigler
… horfði á Jersey Girl
… sofnaði smá og dreymdi furðulega
… tróð draslinu utan af plexiglerinu ofan í skóinn hans palla
… horfði á 4 þætti af 3. seríunni af 24
… fékk mér túnfiskssalat ofan á ritzkex
… drakk kóladrykk
… ryksugaði
… fékk hausverk
… skrifaði 2 reikninga
… fékk mér fílakaramellu
… angraði í munnangrið mitt

Posted on 29. November 2004 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Open Water

Skellti mér í bíóhúsið í gær og sá myndina Open Water sem var nokkuð sniðug. Þetta er svona low budget mynd. Kostaði aðeins 13þús dollara að framleiða hana. Ef ég hefði t.d. sleppt því að kaupa mér myndavéladót á síðasta ári hefði ég getað framleitt hana. Þetta var greinilega tekið á bara einhverja dv cameru því að gæðin voru doldið furðuleg stundum. Og það var viss amatör bragur yfir henni. Sem gerði myndinni bara gott. Gerði þetta raunverulegra. Myndin er byggð á raunverulegum atburðum. Mæli alveg með að fólk tjékki á henni. Kemur skemmtilega á óvart.

Posted on 28. November 2004 by Árni Torfason Read More
1 2 3 6