Archive

for October, 2004

ALMENNT

Gleymdu hér

“Oh She was heartache from the day that I first met her.
My heart is frozen still as I try to find the will to forget you, somehow.
Cause I know you’re somewhere out there right now.”

Varð hálf hissa að sjá myndband með Jeff Buckley á popp tíví. Þeir eru engir snillingar í að vera með eitthvað annað heldur en “L Street Word” eða “Yo You bitches in the House” eða “Blue”. Yfirleitt bara drasl á þessari blessuðu stöð.

En lagið á popp tíví hét auðvitað “Forget Here” en ekki Her eins og það á augljóslega að vera. Meira vildi ég nú ekki segja.

Posted on 5. October 2004 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Rokrassgat

Þetta rok sem er búið að vera í dag er auðvitað bara rugl. Smár og léttur piltur eins og ég stendur ekkert í lappirnar. Varð að setja sand ofan í buxurnar mínar svo ég fyki ekki á haf út. Kannski betra að segja ekki frá þessu. Ætlaði aldrei að sofna í gærnótt. Horfði á eiginlega allt sem ég átti á dvd. Það er náttúrulega ólöglegt að ná í bíómyndir og annað afþreyingarefni á netið þannig að ég horfi ekki á neinn heimildarþátt um morðið á John F. Kennedy sem væri ábyggilega fáránlega skemmtilegur ef ég horfði á hann. Man hérna um árið þá náði ég ekki í þátt á netinu um tunglferðina… sem var aldrei farin. Þannig að alltaf þegar það er minnst á tunglið þá hef ég enga skoðun á málinu þar sem ég náði aldrei í þennan þátt.

Samsæriskenningar eru svo skemmtilegar. Það nær bara engri átt.

Dagurinn í dag var rólegur. Skaut nokkrar myndir fyrir plakat og miða fyrir eitthvað ball sem er í FÁ. Tókst bara nokkuð vel. Jafnvel að þið fáið sýnishorn hérna við tækifæri.

Annars er ég í vinnunni núna. Verð til svona hálf tólf hugsa ég. Þá stefni ég heim á leið og beinustu leið upp í rúm þar sem ég ætla að hafa það gott. Horfa á survævor sem ég tók upp í kvöld og csi. Öss…. verður rösalegt.

Tók mig hins vegar til áðan og safnaði saman öllum forsíðum og baksíðum sem ég hef átt í sumar hjá Morgunblaðinu og smellti inn akkúrat hér. Hver veit nema ég fari einhvern tíman lengra aftur í tímann og bæti við Reykjavíkurbréfum. Sjáum sjáum til til.

Posted on 4. October 2004 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Helgin senn á enda

Já það skal ég segja ykkur. Helgin senn á enda og búið að vera nokkuð fínt bara. Eftir brjálaðan vinnudag skellti ég mér niður á Bergstaðastrætið til hans Páls þar sem fólk var komið vel á 12 bjór… eða svona næstum því. Eftir stuttu veru þar skelltum við okkur niður á Háskólasvæði á Októberfest. Það var góður stemmari en eitt sem mér fannst kjánalegt og það var það að hafa slökkt ljósin. Eða allavega litla lýsingu. Í alvöru bjórgörðum þá er kveikt ljósið svo maður sjái fólk. Þetta var of líkt svona skemmtistaðadrasli þar sem maður sér aldrei neinn. En þetta var engu síður gaman og hitti ég fullt af fólki. Og marga sem ég hafði ekki séð í langan tíma.

Á laugardaginn var það American Style og svo smá fótbolti. Spóla og nammi um kvöldið og svo svefn. Góður dagur.

Nú í dag er ég búinn að liggja uppi í rúmi og horfa á sjónvarpið. Paul e. var að koma í heimsókn og planið er að horfa á Mufc vs. Middlesborough á eftir. Í kvöld verður vonandi eitthvað skemmtilegt gert.

Posted on 3. October 2004 by Árni Torfason Read More
1 6 7 8