Archive

for October, 2004

ALMENNT

15 mínútur.is

Áðan hófst Airwaves hátíðin mikla. Fór á Nasa og sá þar þrjár hljómsveitir. Gaur sem heitir Þórir sem var helvíti nettur. Fór svo á Gauk á Stöng eftir þetta og sá þar Jan Mayen spila. Þeir eru alltaf hressir á sviði. Mæli með að fólk reyni að sjá þá sem fyrst bara. Eru að spila á Airwaves. Man ekki alveg hvenær.

Þegar ég kom heim kveikti ég á sjónvarpinu og hvað annað var að byrja á Skjá Einum en Diamonds are Forever. James Bond að gera góða hluti.

Komst að því áðan að ég er gleymnasti maður á Íslandi. Það voru nokkrir hlutir sem ég þurfti að muna áður en ég fór. Taka með mér tölvu sem ég ætlaði að skila til vinkonu minnar, taka spólu sem ég þurfti að skila, taka batterý úr hleðslu. Byrjaði á því að ég var að labba út úr dyrunum og áttaði mig á því að batterýið var uppi. Fór svo út í bíl og lagði af stað. Eftir smá keyrslu fattaði ég að tölvan var ennþá inni. Snéri við. Keyrði svo af stað og þegar ég var kominn hálfa leið var ég búinn að steingleyma að ég þurfti að skila spólu. Snéri við og skilaði henni. Svo þegar ég var kominn niður í bæ áttaði ég mig á því að ég var ekki í neinum buxum.

Posted on 21. October 2004 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

James Bond

Núna hefur S1 verið að sýna í hverri viku eina James Bond mynd sem mér finnst ansi gott framtak. Tók mér svo eina james bond mynd í dag þar sem ég hafði ekkert að gera.

Hérna eru nokkri hlutir sem gerast alltaf í öllum Bond myndum:
1. Það eru nokkur slagsmál sem standa yfir í meira en 10 mínútur.
2. James Bond sefur hjá stúlku frá öðru landi en hann er sjálfur frá.
3. Það vill svo heppilega til að hann hefur akkúrat not fyrir eitthvað einstaklega sérhæft tæki sem Q gerði handa honum.
4. Óvinurinn nær honum og reynir að pína hann en að sjálfsögðu sleppur hann rétt áður en laser-inn fer í augað á honum eða klofið.
5. Það er bílaeltingaleikur þar sem myndarleg kona er að elta hann.
6. James Bond eyðileggur farartækið sem sem Q útbjó handa honum með sérstökum vopnum og dóti.
7. James Bond á heitt moment með vondu konunni.
8. James Bond hittir Moneypenny og daðrar við hana.
9. Oftar en ekki kemur James Bond við í spilavítinu og vinnur að sjálfsögðu.

Posted on 20. October 2004 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Ógeðis veður úti

Það er búið að vera ógeðslegt veður úti í dag. Ég ákvað því bara að halda mig innandyra og ekki voga mér út úr húsi. Var bara undir sæng og undir teppi til skiptis. Að sjálfsögðu var ekkert í sjónvarpinu. Endaði með að horfa á einhvern uppboðsþátt á BBC Prime í svona 2 klukkustundir. Og ekki batnar það á nóttinni. Tomb Raider á bíórásinni núna. Planið mitt er að fara snemma að sofa en með mínum hæfileika að sofna þá gerist það ekki. Mig er aftur farið að dreyma illa á nóttinni. Dreymdi í alla nótt að það var verið að elta mig. Það var eins og ég hefði gert eitthvað rangt af mér. Endaði með að mér var náð og farið var með mig í fangelsi. En á leiðinni slapp ég og þá var bara haldið áfram að elta mig. Tókst að komast í bæinn þar sem ég hitti á þær obbu og láru sem gáfu mér far. Svo var allt í einu komin þyrla. Svo var ég kominn á lestarteina. Ætlaði að fá að fela mig hjá einhverri konu sem klúðraði sínum málum. Þannig að gaurinn sem var að elta mig náði mér. Ég var með eitthvað prik með oddhvössu dóti framaná og ég stakk hann og stakk en hann vildi ekki deyja. Þannig að ég vaknaði í ruglinu. Líkar þetta ekki.

Á morgun þarf ég að gera hitt og þetta og get því ekki haldið mig innandyra. Þarf meira að segja vakna fyrir 10. Uss… bara rugl.

Svo þarf ég að finna einhverja til að bjóða.

Posted on 19. October 2004 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

12.683

Helgin er búin að vera fín. Skellti mér í pool á föstudaginn sem ég hef ekki gert í langan tíma. Tapaði þar reyndar sem er ekki nógu gott. En það verður einhver að tapa. Sá fullt af furðulegu fólki og sérstaklega asnalegum stúlkum. Það var hresst. Á laugardaginn kíkti ég með Palla og Daða á eitthvað lögfræðidót á hverfisbarnum. Hitti þar m.a. Obbu og Láru sem voru eiturhressar skal ég segja ykkur. Svo kom Sigurjón líka við sögu. Ágætis kvöld þar á ferðinni. Sunnudagurinn fór í það að hanga uppi í rúmi undir sæng og horfa á sjónvarpið og hafa það gott. Kíkti svo um kveldið á Shark Tale sem var ansi mögnuð. Mæli með henni.

Fór svo út áðan í kuldann og tók mynd fyrir Night Shot keppnina á Dpchallenge.com. Útkoman varð þessi. Veit ekki alveg hvort að ég sendi mynd með svona extreme border. DPC fólk er ekki hrifið af því að maður geri eitthvað út af vananum. Þannig að ég sé til. Ætla núna að smella Starsky and Hutch í tækið og fara að lúlla.

Já og gleymdi. Talan hérna í fyrirsögninni. Tjékkaðu áðan á heimsóknum sem ég hef fengið á Photos.mis.is sem ég opnaði nýlega. Mér varð brugðið þegar ég sá að í gær (sunnudag) voru heimsóknirnar 12.683. Skildi ekkert í þessu en sá svo link á b2.is inná eitt mínus albúmið á síðunni.

Posted on 18. October 2004 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Sýningarstjóri á sýningu Blaðaljósmyndara

Fyrir svona 3 árum fór ég á sýningu blaðaljósmyndara sem haldin er ár hvert og lét mig dreyma um að einhvern tíman myndi ég kannski eiga myndir þarna. Svo í fyrra rættist draumurinn og ég átti nokkrar myndir á sýningunni og vann meira að segja til verðlauna. Núna ári seinna verð ég sýningarstjóri á sýningunni eins og lesa má á Pressphoto.is. Það er merkilegt hvernig hlutirnir geta gerst hratt. Annars hlakka ég mjög til að takast á við þetta verkefni. Held að þetta verði góð reynsla.

Posted on 17. October 2004 by Árni Torfason Read More
1 2 3 4 5 8