Archive

for October, 2004

ALMENNT

Má ég leggja hérna?

Var að velta því fyrir mér með svona stæði fyrir fatlaða. Ef maður þekkir t.d. einhvern sem er í hjólastól og hringir í hann og það kemur í ljós að hann er bara heima hjá sér að tjilla. Jafnvel hann sé að háma í sig hráa pylsu ofan á ristað brauð. Er þá ekki í lagi að ég leggi í stæði fyrir fatlaða? Þar sem hann er hvort sem er ekkert að fara að nota það.

Posted on 24. October 2004 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Hvað sagðirðu? Ertu gallaður?

Ég var neyddur sjálfviljugur að fara að sofa. Einhver mótsögn í þessu. En jæja kvöldið í kvöld var fínt. Leaves, Maus, Keane, Snillingarnir í Lokbrá, The Shins, The Stills. Fjórða kvöldið í Airwaves hátíðinni góðu búið. Þrátt fyrir að þetta sé mjög gaman þá er þetta nett þreytandi. Að troða sér alltaf fremst. Standa í ströngu að fá að mynda á einstaka stöðum. Sé samt ekki eftir þessu.

Hitti hann Pálus snarölvaðan á Prikinu sem er alltaf hresst. Núna er ég hins vegar kominn heim og Futurama komið í tækið.

Vona samt að ég sofni sem fyrst. Svaf ekki neitt eiginlega síðustu nótt. Annars held ég að ég hugsi óskýrt svona þreyttur. Sem er ekki nógu gott.

Posted on 24. October 2004 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Vakna eftir smá

Var að koma heim af þriðja deginum á Airwaves og það var mikið skoðað og mikill hamagangur. Bang Gang, Dáðadrengir, Skytturnar, Forgotten Lores, mycodenameis:milo, Mínus, Kimono, Dikta og fleira.

Fer á vakt klukkan 9 þannig að ég fæ ekki mikinn svefn sem er held ég bara allt í lagi. Líður vel :)

Posted on 23. October 2004 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Round 2

Er í lagi að ljúga smá ef maður gleður fljótlega eftir lygina?

Annars er það round 2 í kvöld. Iceland Airwaves dagur 2. Það er ansi strangt plan í kvöld sem gengur kannski og kannski ekki.

Eivör Pálsdóttir 20:15 á Nasa
Jan Mayen 20:30 á Grand Rokk
Slowblow 21:15 í Hafnarhúsinu
Slatti á Gauki á Stöng
Sahara Hotnights 0:00 á Nasa

Og helst svona 5 bönd þar inn á milli sem tekst auðvitað aldrei. Þannig að við sjáum hvað gerist. Hver veit nema að ég sjái ykkur.

Posted on 21. October 2004 by Árni Torfason Read More
1 2 3 4 8