Archive

for September, 2004

ALMENNT

Kvöldvakt

Er á kvöldvakt þessa vikuna sem er alveg ágætt. Gott að hafa allan daginn til þess að dunda sér og útrétta og jafnvel taka til… sem gerist kannski á morgun. Stefni líka á að kaupa ramma utan um eina mynd sem ég lét stækka fyrir dálitlu.

Er að fara í eina töku fyrir Orðlaus blaðið á morgun sem ég held að verði nokkuð skemmtileg bara. Alltaf gaman að mynda fyrir það blað.

Er ekki frá því að ég komi við á videoleigu á leiðinni heim og næli mér í eins og eina spólu fyrir nóttina. Er samt orðinn undarlega þreyttur þannig að kannski verður það bara svefn. Kemur allt í ljós.

Posted on 27. September 2004 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Jenni klippir puttana af Tomma

Hverjum á að kenna um? Í Bowling for Columbine vildu allir kenna Marilyn Manson um skotruglið í skólanum í Columbine. Sem er mesta rugl sem ég hef heyrt. Það er tekið viðtal við hann og það sést svo hvað hann er klár maður. Sá líka þátt um hann á MTV einu sinni og hann var fáránlega ljúfur að mála heima hjá sér og hringjandi í mömmu sína og spjalla við hana.

En annað sem mig langaði að segja er það að Tommi og Jenni er ofbeldisfullasti þáttur sem ég hef séð. Sá áðan þátt þar sem Tommi var að spila á píanó og Jenni var með skæri að reyna að klippa puttana af Tomma. Svo man ég eftir einum þætti þar sem Jenni lúraði Tomma í einhverja vitleysu og Tommi datt á svona raspdót sem maður notar til að raspa niður ost. Og Tommi var auðvitað í ruglinu eftir þetta. Brútal…

Posted on 26. September 2004 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Og fólkið klappaði…

Sit uppi í rúmi með tölvuna mína myndarlegu og 250gb harða diskinn sem er alltaf með vesen tengdan við. Hann virkar alltaf í smá stund og ákveður svo bara að deyja. Er að prufa hann í síðasta skipti og svo skila ég helvítinu ef hann er enn í ruglinu. Er að horfa á Bowling For Columbine sem er á RÚV.

Helgin var svo sem ágæt en ekkert spes. Fór í fótbolta á laugardaginn þar sem ég datt á höndina og úlnliðurinn minn er ekki hress. Spurning um að láta kíkja á hann á morgun. Nenni því samt varla.

Mæti ekki fyrr en 17 á morgun í vinnu þannig að kannski ég taki mig til og geri eitthvað af mér í nótt. Var búinn að lofa að henda upp smá síðu þannig að kannski geri ég það.

Ekki meira í bili frá mér. Ég veit ekki með ykkur en þegar ég dansaði niðri í bæ um helgina ásamt Pálusi og Einari þá klappaði fólk eftir dansinn.

Posted on 26. September 2004 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Langstökksdraumur

Fyrir svona 15 mínútum hringdi hún Brynja í mig og ég sá að hún var að hringja en ákvað að svara ekki og halda áfram að sofa í smá stund í viðbót. Það var ekki útaf því að ég var þreyttur heldur var mig að dreyma svo fyndinn draum að mig langaði að vita hvað gerðist næst. Ég var staddur á ólympíuleikum fatlaðra og það var einhver kínverji að keppa í langstökki og hann var að stökkva og klúðraði stökkina sínu og stökk fáránlega stutt. Og þá kom starfsmaður og ætlaði að mæla þetta stutta stökk hans. Þá tók hann sig til og sparkaði sandi framan í aumingja starfsmanninn. Og svo labbaði hann reiður til baka og sló með blindrastafnum sínum í aðra meðlimi í liðinu sínu.

Posted on 25. September 2004 by Árni Torfason Read More
1 2 3 4 5 16