Archive

for September, 2004

ALMENNT

Þegar ég segi…

Þegar maður er jafn sætur og ég þá þarf maður ekki að vita neitt.

Ég er mættur heim og kominn upp í rúm. Tók áðan mynd fyrir “Wacky Food” keppnina á dpchallenge. Þakka Brynský fyrir hjálpina. Er að horfa á Futurama sem er án ef með því fyndnara sem ég sé. Þar koma alltaf snilldarbrandararnir “Þegar ég segi… meina ég”.

“Mér finnst þú vera mjög falleg… og þegar ég segi falleg meina ég massaður og þegar ég segi þú þá meina ég ég”. Kannski ekki gott dæmi.

Ætla að leggja frá mér tölvuna og leggjast til hvílu.

Posted on 29. September 2004 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Hálsbreiður mógúll

Ákvörðunin að kaupa Wayne Rooney virðist hafa verið nokkuð rétt. Ekki kominn hálfleikur og pilturinn búinn að skora tvö mörk af þremur mörkum MUFC. Þetta hötum við ekki skal ég segja ykkur. Fyndið líka að hann er með svo breiðan háls að hann þarf að rífa peysuna sína smá til að hann komist í hana. Sama vandamál og ég á við að stríða. Er svo fáránlega massaður að þetta er í rauninni bara vesen. Og ef ég mætti vera einn maður núna þá væri það Ian Hodgson.

Posted on 28. September 2004 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Bónuspokar fullir af nammi

Á leið minni heim áðan kom ég við í bakaríinu hérna uppi í árbæ og keypti mér rúnstykki og kókómjólk. Þegar ég var að ganga að bakarínu sé ég hvar tvær stúlkur, kannski 11-12 ára, koma út úr bónusvideo haldandi á videospólu og þrjá troðfulla poka af nammi, kóladrykk og snakki sem þær hefðu greinilega keypt í Bónus. Þetta var það mikið magn af nammi og snakki að þetta ætti að endast í svona þrjá mánuði fyrir þær en þær hafa væntanlega ætlað að háma þetta í sig á næstu 2 klukkustundum. Hvað er málið með ungdóminn í dag? Er hann ekki að fara til helvítis? Fólk er hætt að leika sér úti og hangir inni alla daga, horfir á video eða spilar tölvuleiki. Þetta var ekki svona þegar ég var lítill. Þá var maður bara hress úti í einhverjum leikjum eða fótbolta.

Og hvað er málið með að bjóða verkfallsbörnum upp á Paradise Hotel á PoppTíví. Þetta er augljóslega ekki þáttur sem hæfir börnum. Þetta er bara allt rugl.

Posted on 28. September 2004 by Árni Torfason Read More
1 2 3 4 16