Archive

for September, 2004

ALMENNT

Í Úrvali

Ég og Páll e. vorum fáránlega góðir í kringlunni á sunnudaginn klukkan 12 að bíða eftir að kringlan opnaði. Sátum bara hressir og horfðum á hverja blómarósina á fætur annarri ganga fram hjá okkur og mér varð litið á ótrúlegu búðina. Þar sem allt er á “eitthvað 99″. Sem sagt allt þarna inni kostar eitthvað. Ekkert ótrúleg búð lengur. Sá tösku þarna sem kostaði 4.999 sem er ekkert ótrúlegt verð ég að segja. En þetta er nú ekki það sem ég ætlaði að segja ykkur frá. Mér varð litið á miða í glugganum á búðinni sem stóð á “Skóladót í Úrvali”. Stendur ekki yfirleitt “Skóladót í miklu úrvali” með áherslu á MIKLU. Það meikar ekkert sens að segja í úrvali. Það þýðir að búðin getur verið með tvær gerðir af skrúfblýöntum og eitt strokleður og þar með eru þeir með “skóladót í úrvali”. Búið.

Posted on 1. September 2004 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Capturin the Þýskur bóndi

Var að koma af kvikmyndinni Capturing the Friedmans sem er ein myndanna á hamborgaradögunum í Háskólabíói. Reyndar heita þeir Bandarískir Indí bíódagar en þar sem logoið þeirra lítur út eins og hamborgari þá hef ég ákveðið að láta þá heita þetta í staðin. Og ef þið eruð ekki sátt með það þá bara megið þið vera það í friði. Helvítin ykkar. Þessi mynd var annars mjög áhugaverð verð ég að segja. Fjallar um fjölskyldu þar sem faðirinn og einn bróðirinn eru ákærðir fyrir að hafa misnotað börn. Svo var einn strákur í fjölskyldunni sem var alltaf að taka upp video. Þannig að þetta eru allt svona alvöru myndir. Mæli eindregið með að þið skellið ykkur á þessa mynd.

Annars hefur lítið gerst síðustu daga. Tölvan mín hefur ekki verið alveg nógu hress en hún er öll að koma til núna. Og það hötum við ekki. Var orðinn mjög pirraður.

Er að pæla að skella mér í háttinn eins og núna því snemma á morgun ég vakna þarf. Fylgist endilega með mbl.is á morgun. Hver veit nema eitthvað gerist.

Henti inn smá albúmi frá James Brown.

Posted on 1. September 2004 by Árni Torfason Read More
1 14 15 16