Archive

for September, 2004

ALMENNT

Svikulir baksýnisspeglar

Ég hef lengi ætlað að skrifa þessa hugleiðingu mína… eða veit ekki hvort þetta kallist hugleiðing eða bara… veit svo sem ekki hvað skal kalla þetta. En hér kemur þetta.

Var búinn að nefna þessa pælingu við hann Pál e. frænda minn og hann var sammála mér. Oft þegar ég er að keyra þá fer ég að fylgjast með öðru fólki í umferðinni. Og þar sem ég er piltur þá fylgist maður meira með stúlkukindunum. Svo kemur það fyrir að maður sjái einhverja stúlku sem virðist vera mjög sæt í baksýnisspeglinum… sem sagt á bílnum hennar. Maður hugsar með sér “þarna er jafnvel myndarlega stelpa á ferð”. Maður skiptir um akrein, tekur fram úr þremur bílum, keyrir yfir gamla konu með barnavagn og hund bara til þess að sjá þessa fögru snót. En svo kemur bara í ljós að þetta var alls ekkert fögur snót. Heldur bara ekki fögur snót. Þannig að baksýnisspeglar eru oft ansi svikulir.

Man einu sinni var ég með honum Pálusi og hann sá í fjarska unga dömu í ljósum klæðum og sagði “öss… þessi er nú ansi myndarleg”. Ég var eitthvað utan við mig þannig að ég sagði ekki neitt. Svo kom bara í ljós að þetta var ekki myndarleg stúlka, ekki einu sinni ómyndarleg stelpa þar sem þetta var karlpungur. Svekkjandi fyrir hann.

Posted on 30. September 2004 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Allt dýrt á Íslandi

Núna er fólk að tala um að það nái í gögn af netinu af því að það er svo dýrt að versla í skífunni. Það er nú ábyggilega rétt því að flest allt er dýrt á Íslandi. Matur er dýr, bjór er dýr, geisladiskar eru dýrir, það kostar morðfjár að fara í bíó, föt eru dýr… það er allt dýrt. En ekki sé ég fólk vera að downloada 2kg af kjötfarsi á netinu.

Posted on 29. September 2004 by Árni Torfason Read More
1 2 3 16