Archive

for August, 2004

ALMENNT

Strandblak íþrótt?

Er að horfa á RÚV þar sem var verið að ræða um hvort að strandblak væri íþrótt eða bara kroppasýning. Svo var sýnt myndband frá blaki og baywatch lagið spilað undir. Frekar kjánaleg umræða verð ég að segja. Það er ekki eins og að strandblak sé eina íþróttagreinin þar sem fólk er fáklætt. Fólk er nú ekkert gífurlega mikið klætt í sundi eða frjálsum íþróttum. Þannig að mér finnst þessi umræða bara kjánaleg. Skilgreiningin á íþrótt er mjög einföld. Ef tveir eða fleiri eru að keppa um það að sigra kallast það íþrótt. Nákvæmlega eins og skák er íþrótt. Og þetta var Logi Bergmann Eiðsson að kvarta. Efast um að hann hafi eitthvað á móti því að horfa á fáklæddar stelpur hoppa um og slá í bolta. Veit samt ekki nákvæmlega hvort það var hann sem var að kvarta. Meira bara segja að annað fólk væri að kvarta. Allavega… fimleikar að byrja.

Posted on 23. August 2004 by Árni Torfason Read More
1 2 3 8