Archive

for July, 2004

ALMENNT

Ég er kominn heim

Við lentum á hádegi í dag og plötuðum Ásu systur til að sækja okkur. Hróarskelda var fín og kaupmannahöfn einnig. Ætlaði bara að láta vita að ég er kominn heim. Slæmu fréttirnar eru þær að ég er veikur. Hálsbólga, í eyrunum, hausverkur og hiti. En að sjálfsögðu læt ég það ekki stöðva mig. Var mættur á vakt klukkan 14 og verð til miðnættis hugsa ég. Ætla að koma við á heilsugæslustöð og láta sprauta pensilíni í augun á mér og endaþarm. Það ætti að losa mig við þennan vibba. Þangað til mun ég halda áfram að svitna og hósta blóði sem er reyndar ágætt svona þegar maður venst því.

Posted on 8. July 2004 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Hroarskelda er blaut

Eg er inni a pressusvaedinu sem eg svindladi mer inna med thvi ad eg og Arnar Eggert grofum holu fra Finnlandi yfir a svaedid. Okkur tokst ekki med hjalp tolvugurus ad setja myndir inna a tolvuna herna. Annars er eg ad fara ad hitta hann palus herna fyrir utan thar sem eg er med allan peninginn hans. Arnar Eggert aetlar ad sitja herna og hinkra thangad til allar myndirnar sendist. Thad kom allra mesta rigning i evropu adan og hagglel. Ad sjalfsogu satum vid pall uti thangad til vid klarudum matinn okkar og forum svo i skjol. Vorum tveir uti og allir horfdu a okkur. Nuna stefni eg a rosalega olvun og eg er a naerbuxunum einum. Thangad til tha. Heyrumst.

Posted on 1. July 2004 by Árni Torfason Read More
1 5 6 7