Archive

for July, 2004

ALMENNT

Fórmátáðí láppánn mínn

Já það held ég nú. Tók mig til og formataði lappann minn. Hann er búinn að vera í vænu rugli síðustu daga og ár. Palli var alltaf í honum hérna áður og hann skoðaði svo mikið rusl að allt fór í skrall. Þetta var orðið það slæmt að alltaf þegar ég opnaði internet explorer þá opnuðustu endalaust af popupgluggum og öðrum gluggum með auglýsingum um klámfengið efni þannig að ég nennti þessu bara ekki. Núna get ég líka verið uppi í rúmi á netinu sem er ekki slæmt. Óskið mér til hamingju að hafa nennt þessu.

Posted on 25. July 2004 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Ananova.com vikunnar

Ís með hestabragði
Japanir hafa sjaldan verið eitthvað annað heldur en í ruglinu. Nýjasta nýtt hjá þeim er að framleiða ís með ansi óhefðbundnum brögðum. Sú tíð er liðin að þú getir fengið þér ís með súkkulaðibragði eða jarðaberja. Núna velurðu á milli hestakjötsbragðs, laukbragðs, kartöfulbragðs og kaktusbragðs. Núna gerði ég þau mistök einu sinni að smakka á kaktusi og hann var ekkert sérlega góður. Ísframleiðendur eru að koma með þessar nýju bragðtegundir til að auka söluna. Einhvern vegin efast ég um að þetta gangi.

Rauðvín gott fyrir barminn
Nýjasta æðið í Buenos Aires er að maka á sig rauðvín til að stækka brjóstin. Pælingin er sem sagt að það er borið á krem gert úr rauðvíni eða jafnvel bara hreint rauðvín á maga stúlkukindarinnar. Og þannig sléttist og styrkist húðin á mallakútinum þannig að hann verður mjórri og þar af leiðandi virðast brjóstin stærri. Ég er nú þegar búinn að fjárfesta í átta rauðvínsflöskum og er byrjaður að maka á mig. Mig langar í brjóst!

Bætir bara þvagi við og byrjar að borða
Bandarískir matarvísindarmenn hafa greinilega ekkert að gera. Hérna áður fyrr var yfirleitt vesen fyrir hermenn Bandaríkjanna að finna hreint vatn til að hella saman við þurrkaða matinn sinn. Núna er þetta í góðu því að þessir vísindarmenn eru búnir að finna upp gerð af þurrkuðum mat þar sem þú mátt nota eigið þvag eða jafnvel þvag úr einhverjum öðrum til að malla matinn þinn. Það er svona einhver nett sýja í boxinu sem tekur 99,9 prósent af skít og drullu sem er í vatninu. Þannig að þú ert einungis að jappla á 0,1 prósenti af viðbjóði sem er ekki svo slæmt. Ég verð nú að segja að ég yrði sáttur á meðan það væri ekki kotasæla í pokanum sem ég þyrfti að borða.

Posted on 23. July 2004 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Boltinn hans Beckham

Af einhverri ástæðu hélt ég að boltinn sem Beckham skaut yfir á Euro 2004 hafi verið seldur á ebay fyrir fúlgu fjár. Núna var ég að lesa að hann hafi verið keyptur á 18.000 pund sem eru litlar 2,3 milljónir íslenskar. Mig minnti að boðið hefði verið komið upp í einhverjar 250milljónir. En líklega er ég bara í ruglinu sem svo oft.

Posted on 23. July 2004 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Ny sjalfsmynd

Var að smella inn sjalfsmynd. Það fer að styttast i annan endann a þessu verkefni minu. 22 stykki eftir. A eftir ad setja reyndar inn mynd fra þvi i dag. Hun er inni a s500 velinni. Smelli henni bara inn a morgun. Nuna ætla eg að sofa. Vinna klukkan 10 i fyrramalid. Sofiði vel.

Posted on 22. July 2004 by Árni Torfason Read More
1 2 3 4 5 7