Archive

for July, 2004

ALMENNT

arni.heimskur.is

Ég ætlaði að smella mér á síðuna mína til að athuga hvort einhver væri búinn að kjósa í nýju könnuninni hérna til hliðar. Og í staðin fyrir að skrifa arni.hamstur.is sem hefði verið gáfulegt þar sem það er slóðin á síðuna mína þá skrifaði ég arni.heimskur.is. Ég er farinn að efast um gáfur mínar.

Posted on 27. July 2004 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Afmæli og tónleikar

Var að smella inn tveimur albúmum. Annað er frá föstudagskvöldinu þegar ég mætti eiturhress í afmælið hjá Pálusi og hitt er frá laugardagskvöldinu þegar við kíktum á lokbrá tónleika á grand rokk. Myndirnar tóku svona hinir og þessir.

Annars var þessi helgi mjög fín. Vil þakka öllum þeim sem skemmtu sér með mér fyrir og þá sérstaklega Sigurjóni og Katrínu. Núna ég sofa. Góða nótt.

p.s. Hver veit nema að þríhjól komi við sögu á næstunni hjá mér.

Posted on 26. July 2004 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

MUFC vs. Bayern

Ef það er ekki bara verið að fara að sýna beint á sýn Manchester United vs. Bayern sem fram fer í Chicago. Hötum það ekki. Þetta er samt eitthvað skíta varalið. Jövla. Svik og prettir. Samt gaman að sjá hvernig Alan Smith stendur sig. Hef mikla trú á kvikindinu með Mufc.

Posted on 25. July 2004 by Árni Torfason Read More
1 2 3 4 7