Archive

for July, 2004

ALMENNT

Hvað segirðu… ertu bilaður?

Það er föstudagur. Ég mætti til vinnu klukkan 16. Það er ekkert rosalegt að gera. Næsta taka er í kvöld. Tónleikar á Gauki á Stöng þar sem m.a. Lokbrá og Jan Mayen verða að spila. Langaði á þessa tónleika þannig að þetta er mjög hentugt allt saman. Kannski ég sjái einhver af ykkur þar í kvöld. Hver veit. Annars er helgin ekki 100% plönuð. Hitt og þetta sem er í gangi. Held að þetta verði hin fínasta helgi.

Posted on 30. July 2004 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Afhverju…

sagði enginn mer að Glitter væri i sjonvarpinu? Helvitin ykkar!

Hvað gerðist annars i dag. Eg tapaði i leik þar sem maður atti að keyra yfir folk og kisuandlit og hjon. En svo vann eg i næsta leik þannig að þetta var i lagi. Enda domaraskandall i fyrri leiknum.

Eg for i vinnuna og ein takan var i Grindavik að mynda kappann sem var nykominn ur hjarta- og nyrnaigræslu sem fram for i Sviþjoð. Gaurinn var nattlega bara faranlega hress. Henti krökkum upp i loftið eins og ekkert væri. Reyndar missti hann eitt kvikindi niður stigann en það voru svo mörg þarna þannig að það var i lagi. Merkilegt að hitta folk sem hefur gengið i gegnum eitthvað svona rosalegt og tekur svo heljarstökk afturabak niður af husi fyrir mann eins og ekkert se. Öss…

Eg for i sma biltur og tok sjalfsmynd fyrir daginn i dag og smellti i leiðinni sjalfsmyndum fyrir 24, 26, 27 og 28. juli. Þetta þyðir að það eru bara 15 stykki eftir af sjalfsmyndaseriunni.

Fyrst voru það 100 færslur a einum degi, svo 100 sjalfsmyndir a 100 dögum og næsta verkefni er þegar akveðið. Planið er að hjola a þrihjoli fra Grafarholti ut i Grottu a innan við 100 klukkustundum.

Annars er það helst að fretta að kommuhelvitin hj´´a m´´er eru ennþ´´a ´´i ruglinu. Andskotinn og djöfull!!!!!!!

Posted on 29. July 2004 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Rauðhærði fýrinn í CSI Miami

Það er svo ógeðselga fyndið að horfa á CSI Miami og rauðhærða gaurinn. Hann er með álíka góðar setningar og gaurinn í upprunalega Law and Order. Er að horfa á einn slíkan þátt núna, sem sagt CSI, og hann var að segja “Junky or not… this man was killed” og svo horfði hann upp í loftið. Ég hef samt mjög gaman af þessum þáttum.

Finnst ykku rauðhærði gaurinn eða Grissom í upprunalegu þáttunum betri?

Posted on 28. July 2004 by Árni Torfason Read More
1 2 3 7