Archive

for June, 2004

ALMENNT

Í ruglinu

Ekkert nýtt að ég sé í ruglinu. Klukkan er að verða fjögur og ég á enn eftir að klára hitt og þetta áður en ég get kvatt góða Ísland og haldið til Danaveldis. Ég er að sjálfsögðu ekki byrjaður að pakka því ég er fjáviti. Massa það þegar ég vakna á morgun… ef ég vakna. Ég hélt ég væri búinn að týna Rasmusi sem ætlar að koma með á Hróarskeldu. Það tók mig góða 2 tíma að finna helvítið og hann var lengst ofan í kassa, uppi á lofti undir einhverju teppi. Og þegar ég segi 2 tíma meina ég 5 mínútur og þegar ég segi lengst ofan í kassa, uppi á lofti undir einhverju teppi meina ég ofan í ljósmyndatösku sem blasti við mér í næsta herbergi.

Annars ætla ég að halda áfram að ganga frá lausum endum. Ég er að horfa á fyrstu seríuna af family guy í svona 1000 skiptið. Rugl fyndið.

“Tell her a lie. It’s ok. She’s not human like us.” Bara magnað.

Posted on 29. June 2004 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

I’m a model, not a monkey

Dagurinn í dag fór í það að útrétta hitt og þetta fyrir ferðina á morgun. Fórum á svona átján þúsund staði en samt alltaf sömu staðina til að kaupa okkur m.a. tjald, svefnpoka, dýnu, stól, first aid-kit þegar ég og palli slösum, lás og palli vildi endilega fá sér bleik stígvél en ég lét mér nægja plastpoka. Jújú ég er að fara að skella mér á Roskilde Festival í fyrsta skipti. Við erum að tala um David Bowie, Franz Ferdinand, The Hives, Kings of Leon, Korn, Avril Lavigne, Morrissey, Muse, NERD, Pixies, Swan Lee og fokking Wu-Tang Clan. Ég mun halda í þennan leiðangur með þeim Brynju og Pálusi. Svo þekkjum við fullt af fólki sem er að fara þarna og má þar helst nefna nenni ekki að telja upp. Þetta verður allavega hresst.

Helgin var ansi skemmtileg. Kíktum í sumarbústað með góðu fólki og gleðin var mikil og smá ölvun en ekki mikil. Segi ykkur betur frá henni þegar ég get sýnt ykkur myndir með.

Annars kveð ég ykkur í bili.

Gleymdi alveg setningu dagsins. Heyrði hana í fear-factor þegar ein stúlkan sagði þegar hún átti að klifra upp tré: “I’m a model, not a monkey”. Eins og tekið úr zoolander. Rugl fyndið.

Posted on 28. June 2004 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Portúgal áfram

Ef ég mætti vera einn maður núna þá vildi ég vera markmaður Portúgals, Ricardo, því hann er hetja og mig dreymir um að vera hetja. Hjartslátturinn er í ruglinu. Ricardo tók sig til og varði síðasta víti Englendinga án þess að nota hanska. Tók svo bara sjálfur næsta víti og skoraði og tryggði þar með Portúgal sigur. Áður en ég dey þá ætla ég mér að vera hetja.

Annars er ég sáttur við að Portúgal komust áfram. Ég spáði þeim sigri í upphafi mótst þegar ég og Pálus vorum að spá sigri. Held að það sé einhver peningur í potti annars man ég ekki. En ég held að sjálfsögðu með Hollendingum.

Andskotinn sjálfur hvað þetta var rosalegt.

Posted on 24. June 2004 by Árni Torfason Read More
1 2 3 11