Archive

for May, 2004

ALMENNT

Þreyttur

Ég er mjög þreyttur og planið mitt er að hoppa í svefninn hvað á hverju. Er að klára að vinna nokkrar myndir og skrifa nokkra diska. Var að klára að horfa á Blow á bíórásinni ábyggilega í svona 10 skipti. Fín mynd sem virðist alltaf finna mig á bíórásinni.

Gleymdi að segja ykkur en á fimmtudaginn þá var ég á röltinu niðri í bæ og þá sé ég mann, um fertugt, ganga að ruslatunnu. Hann var með tóma kókflösku sem hann lét vaða ofan í ruslafötuna. Þar sem að það var ekkert lok undir tunnunni þá fór dósin bara beint í gegn. Gaurinn leit með undrunarsvip á ruslatunnuna, tók upp dósina og prufaði aftur. Að sjálfsögðu fór hún bara beint í gegn, skiliggi alveg hvað hann hélt að myndi gerast. Ekki eins og ruslatunnan geti búið til botn úr tappa af kókdós sem þessi maður greinilega hélt. Hann leit í kringum sig og athugaði hvort einhver hafi séð sig sem enginn gerði fyrir utan mig en hann sá mig ekki. Svo labbaði hann í burtu og skildi dósina eftir á gólfinu. Hress gaur allavega.

Ég og Sigurjón tókum massíft myndasessíon í dag í góða veðrinu. Tók að sjálfsögðu mynd dagsin. Ekki frá því að ég hendi inn smá albúmi frá deginum bráðlega.

Hvernig væri að sofa smá?

Posted on 31. May 2004 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Þá er dagurinn búinn

Þetta er búinn að vera ágætur dagur. Var á vakt. Fór að mynda Ungfrú Ísland áðan. Verð nú að viðurkenna að mér fannst stúlkan sem vann Ungfrú Ísland mun myndarlegri heldur en sú sem vann núna. Hún heitir líka Bender og það er fjáránlega kúl. Svo er hún kannski að lesa þetta sem væri doldið fyndið. Allavega. Eftir Ungfrú Ísland sótti ég þær Brynju og Völu. Þær höfðu verið á íslands vs. írland í laugardalshöllinni. Fór einmitt að mynda það og hún Eivör var þarna hress. Hún er líka ansi myndarleg. Við fórum á Devitos þar sem við stóðum fyrir utan í svona 5 mínútur að velta fyrir okkur hvort það væri opið eða ekki. Sáum að það væri opið frá 13 og mér datt í hug að útlendingarnir hefðu misskilið 1 og 13. En svo komumst við að því að það var opið þegar það var hægt að opna hurðina. Frekar mis. Fórum svo í búð og svo til hennar Brynju á Bergstaðarstrætið þar sem við áttum gott tjill.

Svo skutlaði ég Brynju í Sólheimana og kom mér heim og fór að vinna myndir sem ég tók í dag. Á morgun er fyrsta taka klukkan 11. Körfuboltaleikur. Ísland – eitthvað í kvennaboltanum. Svo er það náttúrulega Korn um kvöldið. Ætla núna að koma mér í háttinn.

Annars vil ég þakka fyrir allar afmæliskveðjurnar sem ég fékk í dag. Og ég vil sérstaklega þakka Völu og Brynju fyrir kökuna og kertið sem ég fékk og líka þennan gullfallega afmælissöng. Ekki frá því að ég hafi tárast smá.

Posted on 30. May 2004 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Þú segir það

Í gær eftir vinnu skelltum við Brynja okkur í stúdentsveislu til hans Lofts þar sem var boðið upp á Sushi og fleira gómsætt. Það var ágætis margmenni þarna og þetta var ansi góð veisla. Eftir veisluna var okkur skutlað til hennar Lóu sem var einnig að halda veisluna sína. Sátum þar og fórum svo aðeins niður í býen en ég fór bara snemma heim.

Vaknaði 8:40 í morgun og var mættur niður á Mogga klukkan 9. Fyrsta taka var klukkan 11 þannig að ég skellti mér út í garð í sólina og fékk mér smá blund á bekk sem var alls ekki slæmt.

Núna er smá stund í næstu töku þannig að jafnvel að maður taki einn rúnt um bæinn og tjékki á mannlífinu.

Ég vil þakka Katrínu og Sigurjóni fyrir afmæliskveðjurnar. Katrín sendi mér meira að segja áður en klukkan var orðin tólf í gær. Hún er náttlega á dönskum tíma. En ég vil ekki þakka stelpunni sem sagði við mig í gærnótt “Hey… þú ert alveg eins og Clay Aiken”. Svikula…

Posted on 29. May 2004 by Árni Torfason Read More
1 2 3 16