Archive

for April, 2004

ALMENNT

Íslendingar og sólin

Núna kemur það fyrir að sólin kíki í heimsókn á þessu blessaða landi. Hún kemur samt ekkert í heimsókn heldur eru bara engin ský fyrir henni. En þið skiljið. Þegar sólin skín þá tapa Íslendingar sér og halda að þeir séu á Mallorca í 35 stiga hita. T.d. núna er ekki nema svona 10 stiga hiti þó það sé sól. Allra mesta lagi 15 stiga hiti en það er samt skítkalt því það er alltaf rok. Þannig að mælirinn sýnir 15 stig en það er í rauninni bara 4 gráður. Þar sem við Íslendingar erum fávitar þá erum við ekki lengi að skella okkur í stuttbuxurnar og jafnvel ganga sumir svo langt að vera berir að ofan með geirvörtur sem geta skaðað stórar vinnuvélar þær eru svona stinnar af sökum kulda. Svo fyllast líka sundlaugarnar á svona dögum. En ef það er smá rigning þá eru svona 2 í sundi og þeir eru báðir starfsmenn. Ísbúðirnar græða líka á okkur fávitunum sem skella sér í einn af þessum frægu ísbíltúrum. Er ís eitthvað betri þó það sé sól? Ís er bara ekkert sérlega góður hvort sem að sólin skín eða ekki. Og hann er svo sannarlega ekkert betri þó maður sé í stuttbuxum og ber að ofan. Meiri líkur að hella ís á líkama sinn sem óðir Pólverjar keppast um að sleikja af. Ég hef farið illa út úr því. Svo er það nauthólsvíkin. Mörg þúsund milljón manns streyma þangað þrátt fyrir að það séu bara tæplega 300.000 manns sem búa á Íslandi. Þessi vík er álíka stór og bakgarðurinn minn þannig að það verður rugl troðið. Hver maður hefur svona 1/3 úr fermetra fyrir sig sem þýðir að flestir þurfa að standa á einum fæti eða vera uppi á öxlunum á næsta manni sem gæti verið sveittur Kópavogsbúi og okkur líkar þeir ekki.

Haldið kúlinu og ekki tapa ykkur í sólinni.

Posted on 28. April 2004 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Samtalið

Captain Oveur: You ever been in a cockpit before?
Joey: No sir, I’ve never been up in a plane before.
Captain Oveur: You ever seen a grown man naked?

Stuttu seinna…

Captain Oveur: Joey, have you ever been to a Turkish prison?

Posted on 28. April 2004 by Árni Torfason Read More
1 2 3 4 5 12