Archive

for April, 2004

ALMENNT

Ertu ekki að spauga á óbjóðnum?

Nú hef ég gert alls konar hluti sem eru miður ógeðfelldir sem við skulum ekki fara nánar út í. Samt ekkert svona brútal ógeðslegt sko. Æji nenni ekki að útskýra. Þetta leiðir allavega allt að í kvöld gerði ég með því ógeðslegra sem ég hef gert og það var eiginlega óvart en samt ekki. Ætlaði ekki að gera þetta en það gerðist samt og ég er ekki sáttur.

Snakk. Í gær fór ég út á Select og keypti mér pylsudjöful. Beikonvafða ostapylsu með kartöflu salati. Hreinasta lostæti. Í þessari ferð fjárfesti ég einnig í rassálfur í dós og snakkpoka. Litlum paprikusnakkpoka. Ég var ekki gífurlega svangur í gær þannig að ég geymdi hann þangað til í kvöld. Ég náði mér í jógaídýfu sem er í rauinni vogaídýfa en v-ið er eins og joð. En það er önnur og lengri saga. Á einhvern undarlegan hátt þá tókst mér að hella vænum bunka af flögum á lyklaborðið mitt. Ég lít sem snöggvast á lyklaborðið og sé fram á að ég þurfi að ná mér í eitthvað dót til að ná flögunum upp áður en mylsnurnar fari undir takkana. Það væri vesen að vera með hálfan snakkpoka undir tökkunum og líka bara viðbjóður. Þá fæ ég skyndilega þessa líka ágætu hugmynd sem reyndist vera álíka heimskuleg og ég er myndarlegur. Ég beygi mig niður og ákveð að sjúga bara snakkið snöggvast upp svo ég þurfi nú ekki að standa upp. Mér datt ekki í hug að það væri kannski ryk og alls konar viðbjóður og meira að segja nokkur hár undir tökkunum. Ég hef sjaldan fengið jafn mikinn viðbjóð upp í mig í einum bita. Um leið og ég saug áttaði ég mig á því að ég væri hér með búinn að klúðra mínum málum. Ég mun seint smakka snakk aftur. Ég fæ verk í viðbeins-bringubeins-liðinn að hugsa um þetta.

Posted on 29. April 2004 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Ný vél í Brekkubæinn

Ég er mikið að velta því fyrir mér að kaupa mér nýja myndavél. Gripurinn sem ég ætla að fá mér heitir Canon EOS 1D Mark IIog suss hvað hún er myndarleg. Ef ég fer í þessi kaup þá ætla ég að selja gömlu elskuna mína sem ég tími nú varla því ég elska hana svo mikið. En það er Canon EOS 1D vél sem ég keypti síðasta sumar. Hún er búin að reynast mér asskoti vel verð ég að segja.

Vill einhver kaupa?

Posted on 28. April 2004 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Afmælisdótarí

Óskar og Oddsen var að monta sig yfir því hverjir ættu afmæli sama dag og þeir. Oddsen var með Natalie Portman, Johnny Depp, Michael J. Fox og gítarmógúlinn Les Paul. Óskar var með Adam West, Jeremy Irons, “Mama Cass” Elliot, Twiggy og Kevin Zegers.

Ég er ekki frá því að ég taki þá í bakaríið því að engin önnur en hin glæsilega og þokkafulla LaToya Jackson á afmæli sama dag og ég, 29. maí. Það er óþarfi að nefna einhverja fleiri. En hérna eru samt nokkur:
Melanie B – Spice Girl stúlkukind.
Noel Gallagher – Ljótur tónlistarmaður sem var í Oasis og er.
Bob Hope – Hver þekkir ekki Bob Hope
John F. Kennedy – Maðurinn sem fann upp tannþráðinn og einnota klósett.

Getið þið slegið LaToyu Jackson út? Þið getið tjékkað hér.

Posted on 28. April 2004 by Árni Torfason Read More
1 2 3 4 12