Archive

for April, 2004

ALMENNT

Aprílgabb

Ég ætlaði að reyna að finna upp á einhverju sniðugu aprílgabbi. En fólk sér alltaf strax í gegnum það. Hvað er líka málið með að sumir skilja ekki pælinguna á bakvið aprílgöbb. Sumir eru bara að ljúga. Það er ekki sama að ljúga og gera aprílgabb. Maður á að láta fólk gera eitthvað með aprílgabbi. Ekki bara ljúga að michael jackson hafi borðað móður sína.

Er að pæla að rúlla mér niður í hagkaup í kringlunni og fjárfesta í dvd-i. Fór til Palla í fyrradag… eða daginn þaráður. Maniggi. Allavega við skemmtum okkur konunglega yfir Groundhog Day sem hann keypti á 400kr. Mjög fyndið samt að þetta eru greinilega einhver gölluð eintök sem þeir eru að selja því að við vorum í svona 20 mínútur að byrja myndina. Það kom aldrei neitt menu. Kannski vorum við bara óheppnir með eintak. 400kr eru samt betra heldur en 2000kr eins og þetta kostar yfirleitt. Reyndar sagði hann að það væri ekki allt á 400. Eitthvað á 600 og 900.

Ég ætla að borða og rúlla mér. Pís át.

Posted on 1. April 2004 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Ný könnun

Ég ákvað að smella inn nýrri könnun og þið getið kosið í henni hérna til hægri.

Niðurstöður úr síðustu könnun þar sem spurt var: “Lastu allar 100 færslurnar?”:
39% Neibbs
27% Ég las einhvern slatta
18% Ég kanniggi einu sinni að lesa
16% Já, ótrúlegt en satt

295 manns kusu.

Posted on 1. April 2004 by Árni Torfason Read More
1 10 11 12