Archive

for April, 2004

ALMENNT

Breytingar? Svefngalsi? Vegmálari? Frægur?

And when the night is cloudy, There is still a light that shines on me, Shine on until tomorrow, let it be.… hljómar í eyrum mínum þegar skrifin hefjast.

Síðustu klukkustundirnar er ég búinn að vera að dunda mér í nýju útliti á þennan vef minn. Þannig að það lítur allt út fyrir það að það séu breytingar í vændum. Er einnig að vinna í því að koma mér upp ljósmyndavef sem opnar þá væntanlega með nýjum árna.hamstri.is. Þegar ég var að pæla í því að segja þetta gott poppar enginn annar en hann Ernir inn á msn. Óvanalegt að fólk komi inn á þessum tíma. Þá hafði hann verið að glíma við rússneska dverga niðri á höfn frá því á miðnætti og því var bara að ljúka. Hann er einmitt líka vegmálari með meiru. Ég tilkynnti honum að það væri nýtt útlit á leiðinni og sendi honum smá prívjúv í tilefni þess að hann vann glímuna við rússana. Svo tapaði ég mér smá og hélt að ég væri fáránlega frægur og vinsæll sem þið getið séð hér fyrir neðan á msn samtali okkar:

árni says:
hér með verður þú fyrstur til að sjá prevjúv af breytingum
árni says:
þá getur þú sagt: “já nýr arni.hamstur.is… það er svona mánuður síðan hann sýndi mér þetta. Sömu nótt og hann gerði þetta”
árni says:
og allar stelpurnar “er það… vá.. þekkirðu hann eða hvað?”
árni says:
og þú segir “já… við erum buddies”
árni says:
og þær “ó mæ god… heldurðu að ég geti hitt hann? Bjóddonum í heimsókn”
árni says:
og þú segir “kannski maður tjékki á kallinum”
árni says:
og þær segja “stelpur eruði ekki að djóka við fáum kannski að hitta hann. ó mæ god ég verð að gera mig redí”
árni says:
eða ekki :)

Þetta var eiginlega ekki samtal á milli okkar heldur bara samtal við sjálfan mig. Ég held að þreytan sé farin að segja til sín svo er ég líka búinn að drekka svo mikið kók sem ég er ekki vanur að ég er held ég í ruglinu. Ég kveð.

…og þegar þau enda hljómar: A mass of gallon sloth, As flies have walls for feet, A rapturous verbatim-someone said but who is to know, And when you find the fringe, The one last hit that spent you, You’ll find the ossuary spilling by the day

Við hötum ekki The Mars Volta.

Posted on 29. April 2004 by Árni Torfason Read More
1 2 3 12