Archive

for March, 2004

ALMENNT

Ekki fyrir 100 árum

Sá einhverja heimildarmynd um Pétur Pan myndina sem er að koma í bíó… eða er komin í bíó. Og þá var viðtal við einhverja konu sem var að segja frá hvernig þau gerðu álfadísina sem er í pétur pan myndunum. Og hún sagði að það væri mjög tæknilegt að búa hana til. Notaðar tölvur og svona. Svo sagði hún að þetta hefði ekki verið hægt fyrir 100 árum. Já er það. Voru ekki svona tölvur og dót fyrir 100 árum? Fávitakona.

Posted on 26. March 2004 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Ný könnun

Ég ákvað að taka út könnunina um hvort að þið hélduð að ég gæti bloggað 100 færslur á einum degi. Það var gaman að sjá hvað margir höfðu trú á mér. Það er allavega komin ný könnun.

Posted on 26. March 2004 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Föstudagurinn 26. mars

Það er kominn föstudagur. Reyndar doldið síðan hann kom. Ég vil óska afmælisbörnum dagsins til hamingju með daginn. Er að fara að hugsa um að óska afmælisbörnum til hamingju alla daga næsta árið. Nei kannski ekki. Látum okkur nægja dagurinn í dag til að byrja með.

Jói vakti mig um 14 í dag til að láta mig vita að það væri myndataka eftir rúman klukkutíma. Við vorum heillengi að finna húsið sem við vorum að fara að mynda í. Stundum er bara götukerfi í Reykjavík í algjöru klúðri. Það leit út fyrir á tímabili að takan væri að fara í ruglið en þetta reddaðist á endanum. Ekki alveg eins og við vonuðumst til að þetta færi en þetta verður í góðu.

Það er ekki komið á hreint hvað verður gert í kvöldinu. Var að bjalla á hann Pálus og hann sagðist ætla að hringja aftur þar sem löggan var fyrir framan hann. Ég held að voða fáir séu að fara eftir þessum bannað að tala í síma í bíl reglum. Svo er líka fáránlegt að það megi nota handfrjálsan búnað. Það er alveg jafn mikil truflun að tala við einhvern í síma sama hvort þú heldur á símanum eða ert með heimskulegan búnað í eyranu. Svo er alltaf hálgert klúður og fólk að missa þetta og læti.

Hafið það gott um helgina.

Posted on 26. March 2004 by Árni Torfason Read More
1 2 3 4 5 34