Archive

for March, 2004

ALMENNT

Skissubók

Á morgun ætla ég að kaupa mér bók til að geta skrifað hugmyndirnar mínar í sem yfirleitt gleymast þegar ég skrifa þær ekki niður.

Hversu magnað er líka svona helvíti. Er einhver sem á svona eða hefur séð og prufað?

Annars ætla ég að tjékka smá á Back To The Future á dvd og hugsa málin.

Posted on 30. March 2004 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Vakandi

Ég er vakandi af einhverri undarlegri ástæðu. Eða hún er kannski ekkert svo undarleg. Ætlaði að prenta út í nótt plakat sem ég gerði fyrir kærustuna hans Viðars sem heitir Elísabet. Hún er að bjóða sig fram í íþróttanefnd í versló. Gerði líka fyrir hann Viðar.

Getið séð þetta hérna ef þið viljið:
- x-Viðar í formann Íþró
- x-elísabet í íþró
- Önnur útgáfa af x-elísabet

Öss. Var að tjékka á DP Challenge.com og ef maður rúllaði ekki bara upp Magazine Cover keppninni. Mig grunaði nú ekki að henni myndi ganga svona vel. Þetta er myndin ef dpchallenge.com er í ruglinu.

Hitt og þetta sem ég þarf að gera í dag. Ég ætla að byrja á því að leggjast upp í rúm og fá mér smá blund.

Posted on 29. March 2004 by Árni Torfason Read More
1 2 3 4 34