Archive

for March, 2004

ALMENNT

Gleðilagur

Gleðidagur átti þetta nú að vera. Ég var að finna Zoolander myndina mína. Ég er svona glaður. Hún er búin að vera týnd núna í mjög langan tíma. Þannig að það er ljóst hvað ég ætla að gera af mér á eftir.

Annars takk fyrir að taka quizið mitt. Mismunandi hvað fólk þekkir mig vel sem er svo sem ágætt.

Posted on 31. March 2004 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Blog.central.is

Eruð þið ekki að spauga hvað það er ótrúlega óþæginlegt að lesa síður hjá blog.central.is? Ég verð að viðurkenna að ég nenni því ómögulega ekki. Alltaf einhverjar helvítis rendur bakvið textann. Það er algjörlega ekki að virka í svona vefgerð. Þetta er álíka slæmt og þegar fólk er búið að setja eitthvað annan cursor á músina á síðum. Risa stóra mynd af rass eða eitthvað álíka gáfulegt. Vonandi laga þeir þetta sem sjá um þetta svo að einhver nenni að lesa.

Posted on 31. March 2004 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Enginn tannbursti

Ég stökk niður til að bursta tennur. Það var að sjálfsögðu enginn tannbursti niðri þar sem hann var í góðu tjilli hérna uppi í rúmi. Það kemur ósjaldan fyrir að þegar ég er að fara að sofa þá er eitthvað svona drasl fyrir. Neyðist víst til að færa þetta niður á gólf ef ég ætla mér að sofa eitthvað. Nema ef ég sef á gólfinu… sem er ekki svo góð hugmynd.

Posted on 31. March 2004 by Árni Torfason Read More
1 2 3 34