Archive

for February, 2004

ALMENNT

Ef maður fékk ekki bara verðlaun

Fór í gær á opnun sýningu Blaðaljósmyndara í Gerðarsafni þar sem ég átti nokkrar myndir. Það voru veitt verðlaun í 9 flokkum. Mynd ársins, fréttamynd, Portrait, Daglegt líf, Þjóðlegasta myndin, Skoplegasta myndin, Íþróttir, tímarit og myndaröð. Og ef ég fékk ekki bara ein verðlaun. Fékk verðlaun fyrir Þjóðlegustu myndina sem var þessi hérna. Þetta kom mér skemmtilega á óvart. Bjóst ekki við að fá nein verðlaun þannig að þetta varð ennþá skemmtilegra. Þið getið séð allar vinningsmyndirnar á Pressphoto.is. Morgunblaðsmenn voru duglegir á þessari sýningu með Portrait, Daglegt líf, Þjóðlegasta myndin og Myndröð ársins. Ég óska bara hinum sem unnu til hamingju ef þeir eru að lesa þetta. Ég mæli með að þið tjékkið á sýningunni í Gerðarsafni í Kópavogi. Skemmtileg sýning eins og fyrri ár.

Svo var náttúrulega smá klúður. Í sýningarskránni þá stendur bara “ljósmyndari” í staðin fyrir nafnið mitt undir myndinni sem vann. Þannig að jafnvel að ég neyðist til að taka mér upp listamannanafnið “ljósmyndari” sem gæti svo sem verið hresst.

Posted on 29. February 2004 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Extreme flytjing

Hjálpaði Palla og Brynju að flytja í gær. Þetta var strembið því að hurðin inn í húsið er svona 40cm á breidd og 70cm á hæð. Ekki alveg en svona næstum því. Og svo í þokkabót er hurðin ofan í grifju þannig að aðgengið að henni er ekki sem best. Fyrsti stóri hluturinn var rúmdýna. Eða fyrsti hlutinn af dýnunni. Það var ekkert gífurlegt mál svo sem. Svo var það helvítis sófinn. Þetta byrjaði ekki vel. Við tókum gripinn út úr bílnum og óðum út á götu. Við vorum ekkert of mikið að fylgjast með hvort að það væru bílar á götunni… og það voru bílar. Við sáum 2 bíla koma á fleygiferð úr sitt hvorri áttinni. Í staðin fyrir að stöðva og bíða eftir að bílarnir færu þá panikaði palli og hljóp af stað með sófann. Það voru bílar laggðir hinu megin við götuna þannig að við þurftum að lyfta sófanum upp fyrir haus og stökkva á milli bílanna. Og við rétt sluppum áður en bílarnir keyrðu framhjá. Það hefði verið hresst að láta keyra á sig haldandi á sófa. Það var mesta vesen í heiminum að koma sófahelvítinu inn. Við reyndum nokkrum sinnum og alltaf munaði svona 1cm að hann kæmist inn. Á endanum skrúfuðum við bara bakið af og þá rann hann inn.

Eftir allt þetta helvíti skelltum við okkur á Jón Forseta þar sem Bjartmar var með gleði í tilefni af afmælinu sínu. Kallinn var bara grand á því og splæsti öli á liðið. Og við hötum ekki frítt áfengi. Dyraverðirnir þarna voru greinilega eitthvað þroskaheftir og ætluðu að henda palla út fyrir að slá tvisvar sinnum létt í sófann þegar hann bauð Huldu hans Gumma Gamla sæti. Nú höfum við Páll verið með meiri læti en að bjóða fólki sæti og komist upp með það. Þessi dyravörður hefur ábyggilega átt erfiða æsku þar sem móðir hans klæddi hann upp sem stelpu og lét hann dansa í saumaklúbb hjá sér. Þannig að hann hafði svo sem afsökun að vera fífl. Svo komu líka hressar tískulöggur þarna inn. Með einhverja fjáránlega ljóta klippingu og eins og klippt út úr blaði. Alltaf gaman að sjá svona slæmt pakk. Æji fokk svo les þetta fólk þetta og fattar að ég er að tala um þau. En hverjum er ekki drullu sama. Þau koma bara og stinga mig með gaffli ef þau eru ekki of upptekin að lúkka vel á kanntinum.

Það var einhver dvergahljómsveit að spila þarna. Samt ekki dvergar í henni heldur bara ungir gaurar. Voru að spila djass og voru bara nokkuð hressir. Ernir sá til þess að við klöppuðum á réttum tíma eftir sóló og svona. Þannig að við vorum alveg að lúkka þarna.

Páll var samur við sig og talaði við ókunnugt fólk. Aðallega eina konu sem var að hlusta á eitthvað í geislaspilaranum sínum og borðandi nammi.

Við ákváðum fljótlega að yfirgefa Jón Forseta þar sem að þetta er frekar mikið drasl. Skelltum okkur niður í byen þar sem hressleikinn var meiri. Kíktum að sjálfsögðu á Ara í Ögri eins og vanalega þar sem við hittum hina og þessa.

Smellti inn nýrri könnun sem þið getið kosið í hérna hægra megin. Það verður gaman að sjá niðurstöðuna í henni.

Svo er það opnunin á Sýningu Blaðaljósmyndara klukkan 20 í kvöld í Gerðarsafni í Kópavogi. Svo út að borða með Verslunarskólablaðinu og svo gleði bara. Þannig að við bara sjáumst jafnvel í kvöld.

Posted on 28. February 2004 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Dogma minn rass

Er með kveikt á sjónvarpinu og það var að byrja myndband með Buttercup á Skjá Einum og þar stóð í byrjun “Buttercup kynnir fyrsta Dogma myndbandið á Íslandi”.

Ég stórefast um að þeir hafi keypt sér leyfi til að gera Dogma myndband þar sem það kostar alveg slatta pening. Og svo eru þeir að brjóta hinar og þessar reglur sem Dogma myndir eiga að fylgja. Og stærsta reglan sem þeir brjóta er að þeir eru með tónlist undir allt myndbandið sem er náttúrulega stranglega bannað. Og til að toppa þetta allt saman þá sýndist mér þau nota Comic Sans letrið í upphafstextann. Sem er auðvitað ein af dauðasyndunum.

Posted on 27. February 2004 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Þetta verður góð helgi

Ég hef mikla trú á þessari helgi. Bjartmar hringdi í mig áðan og tilkynnti að það yrði gleði á morgun í tilefni af afmæli hans. Það var ekki komið alveg á hreint hvar gleðin yrði en það kæmi í ljós á morgun. Svo er það laugardagurinn sem verður rosalegur held ég. Til að byrja með verður bolti um daginn. Búinn að vera í sigurliðinu síðustu þrjá laugardaga. Sem er mjög gott þar sem ég hata að tapa! Svo um kvöldið verður opnunin á Sýningu Blaðaljósmyndara í Gerðarsafni klukkan 20. Svo strax eftir það fer ég út að borða með V70 nefndinni sem verður án efa skemmtilegt.

Posted on 26. February 2004 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Dagblaðamixið

Var að klára að vinna myndirnar sem ég tók af Brynju í dag og í gær. Brynja var að gera verkefni í skólanum og hún átti að taka mynd af mynd. Sem sagt velja sér einhverja fræga mynd og taka svipaða mynd nema bara setja sinn stíl á þetta. Hún valdi mynd eftir Annie Lebovitz af teiknimyndateiknaranum Keith Harring þar sem hann stendur í máluðu herbergi og svo er hann sjálfur málaður. Mjög mögnuð mynd en ég er ekki frá því að hugmyndin hennar Brynju og myndin sé bara betra heldur en hennar Annie. Þið getið séð myndina hennar Brynju hérna.

Þetta er án efa mesta mix sem ég hef nokkurn tíman mixað. Mamma hefur oft komið heim og þá hef ég verið búinn að gjörbreyta heimilinu fyrir einhverja myndatöku. Einu sinni var risastór hvítur sófi fyrir utan og það var að byrja að rigna og ég átti eftir að koma honum inn fyrir myndatöku. Og alls konar helvíti bara. Við vorum í ábyggilega þrjá tíma að undirbúa þessa töku. Hérna sjáið þið hvernig þetta leit út eftir að við vorum búin að massa þetta. Svo tók Brynja nokkrar myndir af skónum mínum sem þið getið séð hér.

Ég gat ekki annað en nýtt mér þetta mix okkar þannig að ég tók alveg slatta af myndum sem þið getið séð hér. Þetta er á tveimur síðum.

Ég held að Brynja hafi tekið allar mínar myndir í rassinn með myndinni sinni. Ég tek ofan fyrir henni.

Posted on 26. February 2004 by Árni Torfason Read More
1 2 3 9