Archive

for January, 2004

ALMENNT

Vasaljós

Hafið þið tekið eftir því að felst öll vasaljós standa ekki undir nafni. Þau eru augljóslega allt of stór til þess að setja í vasann. Þetta er svona eins og að 0,5 lítra kókflaska héti vasakók sem væri bara fáránlegt því hún augljóslega kemst ekki vel í vasa. Ég mæli með þvi að orðinu vasaljós verði breytt í “frekar-lítið-ljós-sem-passar-ekki-mjög-vel-í-vasa”.

Posted on 20. January 2004 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Og svo bara detturðu

Ég skil ekki fólk sem tekur þátt í íþróttagreinum eins og skíðagreinum eða skautahelvíti eða eitthvað svoleiðis. Fólk er kannski búið að æfa sig í fleiri fleiri ár til að taka þátt t.d. á ólympíuleikunum eða heimsmeistaramóti sem er alltaf haldið á 4 ára fresti. Og það er svona helmingurinn sem dettur og er bara úr leik. Alveg pæling að taka þátt í einhverri íþrótt sem eru minni líkur á að meiðast.

Posted on 20. January 2004 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Áður en þú ferð að sofa

Nú er ég vanur því að þegar ég er að fara að sofa þá geri ég eitthvað til að stytta mér stundir þangað til ég sofna. Yfirleitt horfi ég á eitthvað sniðugt í tölvunni. Tek kannski 1-2 Simpsons eða einhverja bíómynd. Hérna áður fyrr sofnaði ég alltaf yfir tónlist. Hætti því þegar headphonein mín brotnuðu alltaf í svefni. Eruð þið með einhverjar svona venjur eða fariðið kannski bara að sofa?

Posted on 20. January 2004 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Ólympíuleikarnir

Hversu fyndið er það að einu sinni átti að bæta við listgreinum í Ólympíuleikana. Ekki frá því að það hafi verið gert einu sinni. Þá var keppt í bókmenntum, arkítektúr, höggmyndalista, málaralist og einhverju einu til viðbótar. Það er frekar fáránlegt að keppa í listgreinum.

Posted on 20. January 2004 by Árni Torfason Read More
1 2 3 4 5 8