Archive

for January, 2004

ALMENNT

Jæja pæja

Ég er búinn að vera duglegur að horfa á survivor síðustu 2 daga. Búinn að hafa kveikt á þessu allan daginn á meðan ég hef dúttlað mér í tölvunni. Er núna að enda við að horfa á 2. seríuna sem er að klára. Svo er það bara svefninn. Á morgun er ég búinn að plana nokkuð áhugaverða töku. Sjáum hvernig það gengur.

Annars fékk ég gleðifréttir í dag. Eftir mikla sannfæringu frá Júlla ákvað ég á síðustu stundu að senda inn myndir í forvalið á keppni Blaðaljósmyndara á Íslandi sem verður haldin 28. febrúar næstkomandi. Bjóst við kannski að fá 2-3 myndir sem hefði alveg verið frábært. Fékk að vita í dag að 11 myndir komust inn á sýninguna. Mjög sáttur með það barasta.

Ég ætla annars bara að segja góða nótt núna held ég.

Posted on 28. January 2004 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Fín helgi

Þetta er búin að vera alveg hreint ágæt helgi. Föstudagurinn var nokkuð rólegur bara. Ein taka fyrir v70 sem heppnaðist alveg hreint ágætlega. Svo var það matur hérna heima og smá sjónvarpstjill. Kíkti svo í heimsókn til Pellö þar sem við tókum sjónvarpstjill.

Á laugardeginum kíkti ég í bolta sem var skemmtilegt. Missti af bolta á síðustu stundu stíðasta laugardag þannig að það var kominn fótboltagalsi í mig. Svo var tjékkað á ameríska ídolinu um kvöldið og einn öl sopinn með. Kíkti í heimsókn til Sveinlaugar þar sem Brynja, Kári (sem langar að kyssa Jim Morrison), Hildur Vala og Guðrún voru. Tókum Mr. & Mrs. sem ég og Brynja algjörlega rústuðum. Hitt fólkið átti aldrei sjéns. Svo rúllaði ég í bæinn þar sem ég hitti gott fólk og átti gott tjill.

Í dag er ég ekki búinn að gera mikið. Horfði smá á sjónvarpið og kíkti svo með myndir niður á Verslunarskólablað. Svo er maður að fylgjast með þessum blessaða landsleik. Íslendingar eru undir núna 15-17 og seinni hálfleikur nýbyrjaður.

Í kvöldmat er svo hinn guðdómlegi kjúklingaréttur sem mamma er búin að vera að útbúa í dag. Án efa best matur í öllum heiminum. Það er ekkert planað í kvöld. Jafnvel að maður reyni að lúra einhvern í bíóhúsið. Annars er það bara gott Practice tjill.

Posted on 25. January 2004 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Ég heiti Jósef

Ég fór áðan með buxurnar mínar á saumastofu til að láta laga þær. Mér tókst að stíga á þær um daginn þannig að þær rifnuðu langleiðina upp að klofi. Ég var akkúrat á leiðinni í töku þegar það gerðist þannig að ég kom við í 10/11 og keypti mér límbandsrúllu. Og fékk mér svo sæti og tape-aði bara buxurnar saman eins og sönnum karlmanni sæmir. Nál og tvinni minn rass segi ég nú bara. Buxurnar mínar hafa haldist nokkuð góðar þangað til að límið fór að losna og festast við skóna mína og sokkana og allt í flækju bara. Ég er búinn að ætla að fara með buxurna í viðgerð síðustu 5 daga en eins og sönnum karlmanni sæmir þá gerði ég það ekki strax. Sjitt hvað ég er mikill karlmaður! En snúum okkur aftur að saumastofunni. Ég fó rmeð buxurnar áðan og tilkynnti konunni að ég hafi aðeins klúðrað mínum málum og spurði hvort hún gæti lagað þetta. Og hún sagði að það væri nú minnsta málið. Hún var reyndar ósátt við hversu skítugar buxurnar mínar voru. Held að þær hafi ekki farið í þvott síðan ég keypti þær… og það var einhvern tíman í lok ágúst. Svo spurði konan mig: “Hvert er nafnið?” Þar sem ég heiti Árni þá hefði það verið ósköp gott svar en af einhver ástæðu sagði ég “Jósef”. Hún skrifaði niður nafnið og spurði mig svo um símanúmerið sem ég gaf upp samviskusamlega. Maður veit ekki.

Posted on 22. January 2004 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Trikke

Ég er ekki frá því að fólk sé algjörlega búið að tapa sér í asnalegu farartæki. Það heitir víst Trikke. Getið séð meira um þetta hér. Fólk þarf svona nett að ýta sér af stað og svo bylgja sér til að komast áfram. Maður er svona sjö sinnum fljótari að synda baksund á malbiki en að nota þessu heimsku græju.

Posted on 20. January 2004 by Árni Torfason Read More
1 2 3 4 8