Archive

for December, 2003

ALMENNT

Tyggjó, Ingibjörg Sólrún, veikindi, kuldi og kanínukúkur

Þið segið það. Það er búið að vera rugl mikið að gera síðustu daga. Búið að vera mikið að gera niðri á mogga. Allt á fullu í kringum jólin. Er á vakt núna á myndborðinu og var einnig á mánudaginn. Verð svo á morgun og sunnudag og mánudag. Þannig að það lítur út fyrir að enginn fá jólagjöf frá Árna í jól þar sem hann nær ekki að kaupa þær. Það er líklegast að þið fáið eitthvað sem ég get búið til hérna niðri á mogga. Þannig að ekki vera hissa ef þið fáið heftara sem er svona hálf búið að skafa morgunblaðsmerki af. Eða jafnvel símaskrá frá því í fyrra sem stendur Myndborð 370 á. Allavega. Ég er á morgunvakt á morgun þannig að ég er ekki frá því að maður verði hress um kvöldið. Allir… bóksataflega ALLIR eru að klára í prófum á laugardaginn þannig að það verður mikið húllum og hæ niðri í bænum hugsa ég. Ég er að reyna að rifja upp hvort það hafi eitthvað gerst merkilegt síðustu daga.

Ég fór að mynda borgarstjórnarfund og þar sá ég Ingibjörgu Sólrúnu fá sér tyggjó.

Ég fór að mynda rennsli á leikriti í gær í Þjóðleikhúsinu. Ég var nokkuð þreyttur eftir daginn þannig að ég dottaði 2-3 í svona 5-10 mínútur. Það var massíft gott. Held að enginn hafi tekið eftir því. Þetta var samt fínasta leikrit.

Ég fór í kringluna og keypti handa mér jólagjafir.

Yfirlæknir blóðbankans tróð mér um tær í bókstaflegri merkingu. Hann var mjög fínn gaur samt og baðst afsökunnar. Jafnvel að ég fari að gefa blóð. Held ekki samt.

Ég meiddi mig þegar ég reyndi að slengja handjárnunum mínum á mig svona eins og í bíómyndunum.

Ég kastaði tennisbolta í vegginn fyrir ofan tölvuna en fékk hann í hausinn. Það var ekki gott.

Maniggi meira. Annars er ég orðinn eitthvað hálf slappur. Er með kvef og hósta og verk í hálsi. Er búinn að háma í mig pottablóm til að reyna að róa hann. Veit ekki hvort það sé að virka. Ég klúðra bara alltaf mínum málum þegar ég fer út úr húsi og er kannski bara í stuttbuxum og engu öðru. Þá verður manni kalt. Ég tapa voðalega oft fyrir kuldanum á Íslandi. Sumir vilja meina að ég sé heimskur. En ég tek ekki undir það.

Á meðan aðrir háma í sig bjór í kvöld þá ætla ég að sitja hér og borða kæfubrauðið mitt og kókómjólkina sem ég tók með í vinnuna.

Mig dreymir um síðasta bitann af Toblerone-inu.

Posted on 19. December 2003 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Stuttur svefn

Er að vinna myndir núna sem ég tók í dag og í kvöld. Nokkuð sáttur barasta með útkomuna. Ætlaði að vera búinn að þessu miklu fyrr en svo er alltaf eitthvað sem tefur mann. Svo er planið að vakna rétt fyrir 10 í fyrramálið og massa eina töku þá. Á nú ekki mikið eftir þangað til að ég get dottið undir sæng og fengið mér að lúlla. Það er gott að sofa. Djöfull dreymdi mig furðulega um daginn. Þegar ég vaknaði skrifaði ég niður punkta til að muna hann betur. Það voru svona milljón persónur í draumnum.

Ég keypti mér mandarínur áðan. 3 kassa. Ábyggilega svona 100 mandarínur eða svona nærrum því.

Ég ætla að halda áfram.

Posted on 17. December 2003 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Helgin

Ohh… ég er þreyttur maður þannig að ég held að ég láti það ógert að skrifa hvað um helgina gerðist. Þetta var fín helgi. Frekar rólegt… nema laugardagskvöldið sem var bara alls ekkert rólegt. Var að klára að borða 3 mandarínur og 1 epli. Ótrúlegt en satt þá er ég ekki með kólaglas mér við hlið. Var í allan dag heima hjá Brynju þar sem ég, hún og páll e. sátum og horfðum á sjónvarpið. Þetta var góður dagur þrátt fyrir smá dasleika eftir laugardagsnóttina. Talaði við heyrnarlausan strák inni á einum af skemmtistöðum borgarinnar. Hann var að sjálfsögðu fylkismaður. Ekki sáttur við að hann var poolari þannig að ég gaf honum einn á kjaftinn. Eða nei ég lýg því. Þetta var doldið skemmtileg lífsreynsla að tala við einhvern sem er heyrnarlaus.

Fór áðan út í bílskúr með glas og epli og svartan pappír og ljós og pabba og myndavél. Útkoman varð þetta.

Ég held ég hafi þetta ekki lengra í bili. Og við bara heyrumst eða sjáumst eða jafnvel glímum í skyri.

Posted on 15. December 2003 by Árni Torfason Read More
1 2 3 4 5 11