Archive

for December, 2003

ALMENNT

Ekki kúk í bala

Ég var spurður áðan hvað ég hafði fengið í skóinn í morgun. Ég sagði: “Ég fékk ekki kúk í bala!”

Er það gott… eða slæmt? Það er vont að fá ekki neitt í skóinn. En er ekki betra að fá ekki neitt heldur en kúk í bala?

Posted on 22. December 2003 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Allt að verða vitlaust

Um daginn í gær fórum við Páll e. í smá leiðangur sem heppnaðist bara þrusuvel skal ég segja ykkur. Það var helvíti fínt í gærkvöldi. Kíktum í heimsókn til Gumma Gamla sem var fáránlega hress. Lölluðum frá honum í bæinn. Ekki langt að fara en samt dálítið kalt. Fórum inn á Ara í Ögri þar sem við ætluðum að hitta eitthvað fólk. Og ef það var ekki barasta röð þangað inn. Sem er algjörlega aldrei. Hitti fullt af fólki á Ara. Obbu… og… man ekki fleiri en það voru allavega hellingur af fólki þar á ferð. Svo ákváðum við Páll e. að gerast listamenn og kíktum á kaffi kúltúr þar sem listafólkið heldur sig. Þar voru Brynja og danska systir hennar Birta sem er nýkomin til landsins. Sátum þar í smá stund þangað til að við ákváðum að segja þetta gott og þá fórum við barasta heim. Ágætis kveld bara… eða svona.

Í dag vaknaði ég bara nokkuð kátur. Það var gott að sofa eftir mikla vinnu síðustu daga. Fór í smá jólamyndatöku fyrir jólin áður en ég fór í vinnuna. Var svo mættur hingað, niður í vinnu, klukkan svona 16:37 og hafðist handa við að fara í gegnum e-mail sem höfðu borist í gærdag og í dag. Þau voru alveg nokkur skal ég segja ykkur.

Ég verð að vinna til miðnættis c.a. í kvöld. Ætla að stökkva í matnum mínum og jafnvel versla eins og eina jólagjöf. Annars verður hresst að afgreiða allar jólagjafirnar á þorláksmessu. Maður getur ekki verið þekktur fyrir annað en að vera í ruglinu á síðustu stundu. En þið verðið að lofa að vera ekki ósátt ef ég gleymi óvart að kaupa handa ykkur gjöf.

Hverjum gefur maður gjafir? Að sjálfsögðu gefur maður ættingjum sínum og vinum gjafir á jólunum. En hvernig veit maður hvort maður á að gefa ákveðnum aðilum gjafir eða ekki? Er þetta fólk nógu miklir vinir manns til að maður gefur þeim gjafir? Eru þau kannski búin að kaupa gjöf handa þér og þú verður eins og kúkur þegar þau koma með gjöf handa þér jafnvel á aðfangadag en þú ert ekki með neitt handa þeim? Þetta er erfitt líf skal ég segja ykkur.

Held að það sé best bara að segja sannleikann ef einhver kemur með gjöf handa þér en þú ert ekki með handa þeim. Segir bara: “Takk kærlega fyrir mig. Ég var kjáni og vissi ekki hvort ég ætti að kaupa handa þér þannig að þú verður að fá gjöf frá mér bara á milli jóla og nýárs.” Og svo jafnvel tekurðu nett monnwalk fyrir viðkomandi til að gleðja. Held að þetta sé betra heldur en að ljúga. Já ég er með gjöf hérna uppi en á eftir að pakka inn. Svo endar það með því að þú finnur ekkert handa viðkomandi og þú pakkar inn notuðum skóm eða kassa af mandarínum eða kippu af kóki. Sem eru frekar slæmar gjafir. Nema kannski kókið. Maður hatar það ekki.

Posted on 21. December 2003 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Ananova.com

Var að rúlla í gegnum Ananova.com og hérna eru nokkrar áhugaverðar fréttir:

‘Speed dating’ and ‘espresso sex’ enter the language
Hvenær kemur orðið olnband inn í orðabók hér á landi?

Man freed after judge mishears ‘guilty’ verdict
Obbosí!

Stroke victim chewed on by cats
Svikulir kettir byrjuðu bara að borða eiganda sinn.

Elderly wheelchair user ends up on motorway
Gamall gaur í hjólastól sem klúðraði sínum málum all svakalega.

Posted on 20. December 2003 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Þið sofandi

Nú eru flest allir sofandi heima hjá sér undir hlýrri sæng… eða á gólfinu inni á klósetti ef þeir komust ekki lengra eftir ölæði gærkvöldsins. Ég er hins vegar fáránlega hress mættur á vakt niðri á mogga. Það er verið að vinna í sunnudagsmogganum og stendur vakt mín yfir til svona 13 c.a. Þá ætlum við Páll e. að kíkja í jólamix. Eftir vaktina í gærkvöldi kíkti ég við í afmælið hjá Gísla. Þar var hellingur af fínu fólki.

Veit að einhverjir fóru í sitt síðasta próf núna klukkan 9 í morgun. Vil bara óska ykkur til hamingju með það.

Posted on 20. December 2003 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Fróðleiksmolar dagsins

- Borinn sem var notaður til að bora Ermasundsgöngin var grafinn undir göngin vegna þess að það var ekki hægt að draga hann til baka vegna þess hve þungur hann var.

- Það tekur þig 47 ár að telja upp á milljarð ef þú telur einn á sekúndu 16 tíma á dag.

- Andakvak bergmálar barasta víst!

- Napóleon Bónaparte var aldrei með The Spear of Destiny í sínum fórum.

- Það getur verið hættulegt að pota litla putta inn í diskettudrif á fundi niðri á mogga. Því þú gætir fest hann.

- Ástæðan fyrir því að okkur finnst gott að hlæja með vinum okkar er sú að þetta eru leifar frá ævafornum tímum þegar hlátur var félagslegt tákn um að öllu væri óhætt.

Posted on 19. December 2003 by Árni Torfason Read More
1 2 3 4 11