Archive

for December, 2003

ALMENNT

Popp Tíví

Mér varð litið á Popp Tíví þar sem er eitthvað svona áramótahelvíti. Núna er einhver gaur með taggl að segja að Davíð Oddson ráði borginni því að tala Davíðs er 22. Og 2+2 eru fjórir. Og Reykjavík er 4. Það meikar ekkert sens hvað kauði er að segja. Hann segir að talan 5 sé óstöðug. Segir að við séum eins og krakkar sem hámum í okkur nammi. Og Svali og hinn asnalegi gurinn hlæja að honum og þykjast skilja.

Hann er að segja að árið verði ekki nógu gott því að 11 er mastertala. Við erum ekki búin að vera að sá síðustu árin. 11. september ef við tökum dæmi. Svo fór hann að tala um að við fáum töluna 5 og það er slæmt.

Hann er ekki sammála að einhver hafi vitað af árásunum 11. september. Því þá hafði einhver sagt. Hahahahha… gaurinn er að segja að ef bandaríkin hefðu vitað af árásunum þá hefðu þeir rímt turnana. Ég ætla ekki einu sinni að fara út í það að tjá mig um 11. september.

Hann segir að suðurlandsskjálftinn sé að koma. Hann segir að þetta sé nær okkur. Kannski Bláfjöll. Hann er að stimpla á Kötlu 2007. Hann ætlar að koma af stað eldgosi ef hún gerir það ekki sjálf. Hann segir að Hafnarfjörður fari undir hraun þegar það gýs í bláfjöllum.

Ég myndi segja að þessi þáttur á popp tíví sé að tapa.

Posted on 31. December 2003 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Dvergkótilettur

Það var snjór í gær. Fór í smá göngutúr um árbæinn og smellti nokkrum myndum. Hélt ég ætlaði aldrei að komast aftur heim því ég var svo latur að labba í snjónum. Þetta hófst samt á endanum. Rétt fyrir sjö kíkti ég aðeins til Bjartmars þar sem hann og Páll voru búnir að tapa sér í snjóhúsagerð. Voru líka í einhverjum námuleik eða eitthvað álíka. Skildi ekki alveg. Ég lét mig hverfa þegar þeir voru farnir að fækka fötum inni í snjóhúsinu. Veit ekki alveg hvað þeir voru að pæla. Annar hvor þeirra hafði séð einhvern svona extreme survæval þátt og þá var sagt að maður ætti að fækka fötum inni í snjóhúsinu. Eða þá að Bjartmar var að lúra Pellö í eitthvað.

Ég fór í mat til Ásu og Habib eftir snjóhúsahelvítið. Ávalt rugl góður matur á þeim bænum skal ég segja ykkur. Ekki frá því að ég hafi borðað á mig gat. Eða svona næstum því. Ok… ekki einu sinni næstum því.

Ég og Páll kíktum svo til Brynju og spiluðum við hana og Birtu. Fyrst Party & co. og svo Mr. and Mrs. Ekki sáttur við tap okkar Páls og tók hann á sig alla sökina á ósigri okkar.

Planið í dag er að borga reikninga og ganga frá hinum ýmsu málum. Svo reynir maður að gera eitthvað sniðugt í kvöld hugsa ég.

Posted on 30. December 2003 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Áramótin

Var að fá síðbúið jólakort dulbúið sem áramótakort. Alltaf gaman að fá kort. Og sértsaklega ef það er frá myndarlegri ungri stúlku ;)

Svo nálgast áramótin bara. Allir eru byrjaðir að gera sér vonir um að eitthvað frábært gerist. Og það vill oftar en ekki enda svo að flest allir verða fyrir vonbrigðum. Ég veit ekki alveg við hverju fólk er að búast. Kannski að það fari að rigna demöntum eða ég veit bara ekki hvað. Það gera allavega allir sér allt of miklar vonir sem er ekki sniðugt. Því þá verður maður bara fyrir vonbrigðum. Og það er ekki skemmtilegt skal ég ykkur segja.

Áramótin verða held ég samt fín í ár. Ég og Páll e. verðum mjög líklega hérna í góðu tjilli eitthvað fram eftir kveldi. Svo vitum við ekki hvað gerist um kveldið. Eitthvað gott hugsa ég.

Posted on 28. December 2003 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Herra Fyndinn

Ein af betri jólagjöfunum mínum í ár var ekki stór. Fékk bókina “Herra Fyndinn”. Djöfull man maður eftir Herra bókunum sem maður elskaði þegar maður var yngri. Hérna kemur smá brot úr bókinni:

“Eftir matinn ákvað Herra Fyndinn að fara í ökuferð á bílnum sínum. Bíllinn hans herra Fyndins var skór! Hefur þú nokkurn tímann séð bíl sem líkist skó? Það er afar fyndin sjón að sjá.”

“Herra fyndinn ók hjá svíni sem stóð þar í túni. Svíninu fannst herra Fyndinn í fyndna bílnum sínum það fyndnasta sem það hefði nokkurn tímann séð. Það hló næstum af sér rófuna.”

“Gíraffinn hló svo mikið að hálsinn á honum hljóp næstum í hnút. Og flóðhesturinn hló næstum af sér húðina. Og mörgæsirnar hlógu svo að vængstubbarnir hristust næstum í hlaup. Og hlébarðinn… ja, þú hefðir nú átt að sjá hann… Hann hló svo dátt að hann hló næstum blettina af sér. Þvílík hringavitleysa!”

“Seinna þegar herra Fyndinn kom heim hló hann með sjálfum sér: “Jæja þá,” sagði hann “þá er enn einn fyndnidagurinn liðinn.” Svo lagði hann skónum sínum og fór inn í teketilinn sinn. Og þar sem hann var orðinn þyrstur þá fékk hann sér…

… vænan bolla af glóðvolgri köku!”

Posted on 26. December 2003 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

World Idol

Ég ákvað að horfa á World Idol þáttinn sem var á stöð 2. Komu sem sagt sigurvegarar frá hinum og þessum þjóðum.

Fyrstur á svið var keppandi frá Þýskalandi sem hét Alexander Klaws. Hann hélt uppi heiðri Þjóðverja… og þegar ég segi heiðri þá meina ég eitthvað allt annað. Alveg var þessi strákaumingi lélegasti söngvari sem ég hef nokkurn tíman heyrt í. Ég er ekki frá því að Helgi í íslenska Idol sé betri en hann… og þá er nú mikið sagt skal ég segja ykkur.

Á eftir Þjóðverjanum kom Guy Sebastian frá Ástralíu. Hversu týpískt nafn er Guy á Ástrala? Hann söng helvíti vel barasta og var með svona doldið sérstaka rödd. Ekki þessi týpíski strákasöngvari. Veit ekki alveg með útlitið á honum. Það er eins og hann sé hálfur asíubúi og hálfur Gremlings. Ég er ekki frá því að ég hafi séð honum bregða fyrir í fyrstu Gremlings myndinni.

Diana Karzon, frá Jórdaníu, söng á ebelneskísku eða einhverju álíka. Erfitt að dæma hvort hún hafi hæfileika. Hún er allavega ekki að fara að vinna þetta helvíti skal ég segja ykkur.

Á eftir skrítnu stúlkunni steig á svið Jamai Loman og hvað í andskotanum hann var að gera þarna veit enginn. Ekki einu sinni mamma hans sem er frekar slæmt. Hann er Niðurlendingur.

Heinz Winckler frá Suður Afríku var bara ömurlegur. Söng I Don’t Wanna Miss a Thing. Ekki frá því að hann sé betur geymdur í poka ofan í holu.

Svo var komið að pólska dverginum, Alex. Hún sannaði þá kenningu mína að Pólverjar eru í ruglinu. Hún og pólski dómarinn voru eitthvað skrítin bara. Hann var alltaf eitthvað að eipa hvað allir væru lélegir og var greinilega búinn að semja svona nett ljótan texta um hvern og einn. Hann ætlaði að reyna að vera svona kúl vondi gaurinn. En í staðinn varð hann bara fíflið í ljóta jakkanum frá Póllandi. Kannski var Hitler ekki svo vitlaus eftir allt saman?

Ryan Malcolm kom alla leiðina frá Kanada. Við vitum öll að Kanada er mis land. Þannig að það kýs hvort sem er enginn þá.

Kelly Clarkson þekkja allir held ég. Hún er sæt og syngur vel. Hún er líklegur sigurvegari. Enda búin að sanna sig sem stjarna með því að selja alveg heilan helling.

Peter Evrard frá Belgíu er engin poppstjarna. Hann er hins vegar mjög frægur því ég er viss um að hann sé Dýrið… sem sagt úr Fríðu og Dýrinu. Hann tók lag með Nirvana. Ekki beint kúl að taka lag með Nirvana í Pop Idol keppni. Þar sem Kurt og félagar voru algjör andstaða poppstjarna þegar þeir voru og hétu. Enda fékk hinn síðhærði að heyra það frá dómurum.

Will Young var að keppa fyrir hönd Bretlands og hann tók eitthvað lag. Man ekki alveg. Hann var allavega hrikalega s-mæltur. Mér fannst hann frekar slappur en hann hlýtur að geta betur því hann er búinn að selja mest af öllum sem hafa unnið þessa keppni.

Síðastur í röðinni var piltur frá Noregi sem hét og heitir Kurt Nilsen. Hann tók lag með U2 og hann var helvíti góður… og helvíti ljótur. Hann myndi vinna þetta ef allir sem kysu væru blindir.

Þeir 3 sem ég tel líklegastir til sigur eru Kelly Clarkson, Ástralinn Guy Sebastian og norrarinn Kurt Nilsen.

Það voru ótrúlega margir þarna bara viðbjóðslega lélegir og alveg hreint ótrúlegt að þeir hafi sigrað keppnina í sínu landi. Bara skil ekki. En svona er þetta.

Posted on 26. December 2003 by Árni Torfason Read More
1 2 3 11