Archive

for November, 2003

ALMENNT

KFC

Ég og Páll skelltum okkur á KFC í dag með hormjoni og fengum okkur væna máltíð. Plönuðum þar að við páll ætlum að fara í Íhluti og kaupa ljósleiðara og alls konar magnara og svona. Planið er sem sagt að leggja annan ljósleiðara til skotlands. Getum fengið lánaðan lítinn bát hjá Pabba hans palla. Svona árabátur en samt með mótor. Við erum ekki heimskir að róa til skotlands sko! Svo ætlum við í ónefnt fyrirtæki sem heitir BMVallá og ræna nokkrum hellum svo við getum sökkt ljósleiðaranum í sjóinn. Við tökum fyrst vænan slatta og hendum út í sjó og svo drögum við þetta einfaldlega til skotlands. Ekki flóknara en það.

Ég, Páll og Gísli tókum síðan gott tjill hérna heima þar sem ég og páll útbjuggum smá dót fyrir sumbarbústaðarferðina sem verður farin um helgina.

Ég og Páll erum á leiðinni að sækja hana brynju. Ætlum að skella okkur í mjólkurbúðina. Svo ætla ég að kíkja á Black Sabbath tónleikana á gauknum í kvöld og mynda smá. Svo er það bara bústaður á morgun.

Júhú!

Posted on 6. November 2003 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Sagði hundurinn og hélt göngu sinni áfram

Já já… svona er þetta bara. Ég hef ekki verið duglegur að blogga undanfarið. Ég og Pellö erum búnir að vera duglegir í tjillinu. Í gærkvöldi hittumst við heima hjá Brynju þar sem við elduðum kjúklingabringur og kartöflur. Þetta er í annað skiptið sem ég elda eitthvað og þetta tókst með eindæmum vel held ég bara. Hef sjaldan borðað jafn mikið. Svo var horft á MUFC vs. Rangers þar sem MUFC menn tóku þetta. Svo var það bara gott tjill.

Í dag ætluðum við páll að taka daginn snemma en það klikkaði smá. Hittumst á hádegi og horfðum á The Amazing Race sem var nokk hresst. Svo hófumst við handa við að skrifa geisladiska fyrir sumarbústaðsferðina sem verður farin um helgina. Þar ætlum við frændurnir að leika á alls oddi. Við verðum fáránlega góðir skal ég segja þér. Síðasta sumarbústaðsferð var rosaleg þar sem margt var gert. Maður tekur jafnvel hlaupið á þetta. Hver veit?

Skelltum okkur á Matrix í dag. Hún endar á því að Neo lemur í jörðina og drepur allar vélarnar og fólkið sem var í rauðu belgjunum skríður út og einn gaur byrjar að klappa svona “klapp klapp klappklapp” og þá byrja hinir að klappa og Neo og Trinity kyssast og Morfeus og Naiobi (eða hvað sem hún heitir) kyssast líka. Svarti gaurinn með dreddana dó sem var svo sem ágætt. Og konan hans dó líka en það náðist að bjarga barninu. Hún var ófrísk. Svo endaði þetta á því að Trinity sagði “Neo… ég er ófrísk”. En þá gerðist það sem ég bjóst við að myndi gerast… Neo vaknar aftur fyrir framan tölvuna sína eins og í fyrstu myndinni og það er eins og þetta sé að byrja upp á nýtt. Alveg eins og var í annarri myndinni. Þetta byrjar upp á nýtt. Frekar slappt.

Posted on 5. November 2003 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Hress á laugardaginn

Ég var vaknaður klukkan 9 á laugardagsmorguninn og mættur upp á mogga. Var á ljósmyndavakt allan daginn. Fór í 2-3 tökur fyrir hádegi og svo hófst harkið. Frá klukkan 13-18:40 stoppaði ég ekki. Var að keyra á milli stað og hlaupandi inn í hús og myndandi og í rugli bara. Ég varð virkilega sveittur á tíma. Var kominn heim klukkan c.a. 19. Þá kom hún Brynja og sótti mig hingað heim. Fór í sturtu samt áður en við lögðum af stað. Frekar sveittur andskoti. Við komum við á subway þar sem ég fékk mér að borða. Á undan okkur var gamall kall sem var að fara í fyrsta skipti á Subway og vissi ekkert hvað var að gerast. Og afgreiðslukonan… fyrirgefiði… afgreiðsluþjónustufólkspresónan var með leiðindi bara. Hroki og rugl í gangi. Aumingja maðurinn vildi bara fá sér að borða og það er ekki honum að kenna að hann kunni ekki alveg á að panta. Og það hjálpaði ekki að hann heyrði frekar illa. Fórum til Brynju og horfðum á Ameríkan Íðol frá því á föstudeginum. Svo kom fólk og það var ágætis gleðskapur. Spiluðum Gettu Betur sem gekk ágætlega bara. Stundum vann maður og stundum tapaði maður. Það er bara eins og það er. Það var allavega enginn bjorn.is þarna.

Freymar kom eiturhress og skutlaðist með okkur niður í bæ. Ég tók upp á því að segja ógeðslega marga og lélega brandara um konur. Mér fannst það fyndið en ég veit ekki hvað sumum stúlkunum fannst. Ég sagði ábyggilega svona 20-30 brandara. Eða kannski ekki beint brandarar heldur bara ósannar staðreyndir. Svona hljómaði þetta:

Hvað sagði konan við manninn sinn?
Ekki neitt því hún er svo fokking heimsk.

Hvað sagði konan við manninn sinn eftir að þau sáu Titanic á video?
Ekki neitt, druslan var inni í eldhúsinu þar sem hún á heima að elda mat og þrífa.

Bara svo við höfum það á hreinu þá er ég alls ekki að meina neitt með þessum bröndurum. Bannað að koma heim til mín og slá mig með skóflu eða eitthvað svoleiðis.

Hérna eru nokkrar myndir frá kvöldinu sem hægt er að finna á síðunni hans Jóns. Nokkuð hressar myndir finnst mér.

Árni einbeittur í Gettu Betur
Ég og Obba alveg fáránlega hress
Ég og Obba enn hress að gera písmerki eins og japanir
Hannes, Brynja og Árni fáránlega hress á kanntinum
Árni Ofursvali og Gleðigaurinn

Annars ætla ég að segja þetta gott af helgarsögunni. Sunnudagur fór í gott tjill bara og sund og smá myndatöku.

Verðlaun helgarinnar:
Takk: Fær Freymar fyrir að skutla mér í bæinn og heim.
Takk 2: Fær Ólafur Stefánsson fyrir að gefa mér síma í drauminum mínum. Ekki spyrja.
Takk 3: Fær Brynja fyrir að halda Partý.
Takk 4: Fær Hannes Óli fyrir að hafa hlegið af öllum konubröndurunum mínum.
Samúð: Fær Álfdís fyrir að hafa dottið af hestbaki og meitt sig.
Hrós: Fær Eddi Eskimó fyrir þessa skemmtilegu mynd
Hrós 2: Fá stelpurnar í partýinu hjá Brynju fyrir að lemja mig ekki fyrir að segja alla þessa slæmu konubrandara.

Posted on 3. November 2003 by Árni Torfason Read More
1 7 8 9