Archive

for November, 2003

ALMENNT

Stjörnuspáin

Ég var að ganni að tjékka á stjörnuspánni minni á mbl. Þar stóð þetta fyrir daginn í dag (föstudag).

“Þú lést fyrst að þér kveða árið 1986. Þú náðir góðum árangri um miðjan síðasta áratug. Nú er kominn tími til að þú gerir að upp við þig hvað þú viljir verða.”

Árið 1986 þá var ég 5 ára gamall. Þá var einmitt ár síðan ég lét mynda mig nakinn í fyrsta skiptið. Árið 1986 áttaði ég mig á að það var rangt af foreldrum mínum að láta mig þrífa húsið og hætti því.

En aftur að stjörnuspánni. Það er víst kominn tími til að ég ákveði hvað ég vilji verða. Og ég vil verða… hmm… brauðrist.

Posted on 28. November 2003 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Morgunmatur

Nú er ég ekki beint þekktur fyrir það að fá mér morgunmat. Hef ekki gert það í nokkur ár. Fyrir utan þegar ég og Páll e. höfum tekið okkur til og keypt okkur morgunmat. Ég ætla að fá mér morgunmat í fyrramálið.

Borðið þið morgunmat og þá hvað?

Posted on 27. November 2003 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Spaceballs og kótilettur

Spaceballs er að byrja á Bíórásinni og íslenska þýðingin er Jógúrt og félagar. Maður veit ekki.

Annars hvet ég fólk til að tjékka á IcelandicNationalTeam sem var að opna nýja síðu í dag. Þeir höfðu samband við mig og báðu mig að skrifa eitthvað þarna inn sem tengist ljósmyndun. Og að sjálfsögðu játti ég því. Alltaf gaman að hjálpa.

Það er ekki búið að plana hvað gert verður í kvöld. Ætli maður sitji ekki bara heima hjá sér eins og öll önnur kvöld. Jafnvel að Paul e. kíki yfir og við glímum í jógúrti eins og við gerum svo oft á fimmtudögum. Erum með svona netta keppni þar sem við glímum á eldhúsgólfinu. Erum búnir að búa til lítinn svona hring. Og svo glímum við tímunum saman. Palli er samt búinn að vera veikur þannig að ég veit ekki hvort glíman fari fram í kvöld.

Planið á morgun. Ég er staðráðinn í því að fara að sofa snemma í kvöld… nótt. Svo ætla ég að vera vaknaður frekar snemma og reyna að gera eitthvað gáfulegt. Ég er ekki frá því að ég taki mesta ruslið í herberginu mínu og byrji svo að fara í gegnum hitt herbergið. Þar sem ég geymi svona listadraslið mitt. Það er allt í ruglinu þar. Planið var að vera með aðstöðu þar til að ramma inn og gera hitt og þetta. Núna er bara fjall af rusli þar… sem er ekki nógu gott. Þannig að jafnvel að ég ráðist á það fjall.

Annað plan á morgun er að slökkva á tölvunni minni, opna hana og ryksuga hana að innan. Það er greinilega komið nett ryk inn í hana og ég er farinn að heyra óhljóð í einhverri viftunni. Maður verður að vera góður við elskuna sína. Já… og meðan ég man. Ekki frá því að ég setji upp nýja diskinn minn og taki afrit af ljósmyndunum mínum. Frekar svekkjandi að tapa þeim öllum.

Ekki frá því að ég fari líka niður í bæ og kaupi mér nokkra ramma og rammi inn myndir.

Ef ég þekki mig rétt þá geri ég svona 1 hlut af þessu ef ég er heppinn. Ég kem með skýrslu á morgun.

Posted on 27. November 2003 by Árni Torfason Read More
1 2 3 4 9