Archive

for October, 2003

ALMENNT

Einn af fimm

Fékk símtal áðan frá Vefsýn þar sem mér var tilkynnt að ég væri í úrslitum í vefverðlaununum. Einn af fimm vefum í flokknum Besti einstaklingsvefurinn. Ég vil bara þakka fyrir mig. Alltaf gaman að vera tilnefndur. Hérna getið þið séð listann yfir vefi í úrslitum.

Posted on 28. October 2003 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Kál og Kex

Mamma á afmæli í dag og vill ég óska konunni til hamingju með það. Keypti handa henni voða fínan nýjan síma.

Svo var ég með aðstoðarmann í dag. Hann ætlaði fyrst að neita að finna fjarstýringuna þegar ég bað hann um hana. En svo sagði ég honum að hann myndi missa vinnuna ef hann hlýddi ekki. Þannig að hann fann hana. Svo náði hann líka í Trivial fram á gang. Hann er að standa sig strákurinn. Já… strákurinn er sem sagt Pelllö. Fór í smá myndatöku og svo fórum við Páll í Bónus. Keyptum okkur blómkál og kex. Kál og kex. Svo fórum við fyrir utan húsið hjá Gísla og sátum fyrir Brynju. Fengum bróðir hans Gísla til að segja okkur hvenær Brynja kæmi. Svo þegar Brynja kom þá köstuðum við í hana káli og kexi. Ekki mikið sem við höfum að gera við iðjuleysingjarnir. Og við vorum búnir að bíða í svona 15 mínútur eftir þessu og það var skítkalt. Palli var kominn með mækrópínes og allt. Hann sagði mér það en sýndi ekki. Svo fórum við heim til mín í meira tjill. Tjill og svo meira tjill. Svo var það matur, kjúklingaréttur, og eftir það tókum við Páll Scrabble. Þá kom í ljós að páll elskar karla því fyrstu 2 orðin hans voru “karl”. Skemmtilegt það. Ég og Páll skutluðum svo Önnu systur hans og Brynja var með í bílnum. Tókum bensín og Páll e. notaði plasthanska. Á meðan hann tók bensín breytti ég nafninu mínu í símanum hans í Gunna. Svo hringdi ég lúmskur í hann og hann bara “ha… hver er Gunna?!?” og svo svaraði hann og ég tók upp símann og talaði. Mér fannst það rosa fyndið allavega. Ekki?

Svo komu verstu haglél sem ég hef nokkurn tíman séð og ég var plataður að setja hausinn út um gluggann. Reyndar var það ég sem plataði mig. En þetta var allavega ekki gott. Fékk eitt í augað. Ekki gott! Núna erum við að spila meira Scrabble og drekka kók og borða m&m. Ég bjó til orðið Satan og Brynja orðið Lungun og Palli er að gera orð núna. Og það er Smali. Ást hans á smölum leynir sér ekki!

Posted on 27. October 2003 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Hvar eru öll laufin

Ég og Páll vorum á leiðinni heim áðan og ég fór að velta fyrir mér hvert öll laufin færu. Núna er mikið af trjám í Reykjavík og fullt af laufum á þeim. Og þegar það haustar þá detta laufin af trjánum. En samt sér maður ekkert gífurlegt magn af laufum á jörðinni. En einhvers staðar hljóta þessi lauf að vera. Það safnast svona slatti fyrir framan húsið hjá okkur. En það er ekki nógu mikið til að skýra málið. Ég er viss um að í einhverjum bakgarði í Reykjavík sé eigandi þess alveg að tapa sér vegna þess að þar eru öll laufin í Reykjavík samankomin. Og hann finnur ekki róluna sína… né konuna… né grillið… né heitapottinn… vegna þess að það er allt í laufum.

Posted on 27. October 2003 by Árni Torfason Read More
1 2 3 4 5 15