Archive

for October, 2003

ALMENNT

Tapaði fyrir dóms- og kirkjumálaráðherra

Ég fór á íslensku vefverðlaunin í gær með Pellö og Hormjoni. Við vorum fljótir að grípa okkur ölkrús hjá súkkulaðisætum barþjóni. Palli notaði þetta orð um hann en ekki ég svo við höfum það á hreinu. Við fengum okkur sæti í einhverju plastþykkildi. Reyndar fékk Palli sér sæti í plastþykkildinu og ég og hormjon vorum á litlum plaststólum á kantinum. Fengum okkur svo annan öl og svo kom að verðlaununum. Ég tapaði fyrir dóms- og kirkjumálaráðherra. Ekki nógu hress með að tapa en svona er lífið. Ég og Palli ákváðum því bara að vera duglegir í ölinu. Sátum og sötruðum eins og við gátum. Svo um leið og það kostaði á barnum vorum við ekki lengi að láta okkur hverfa.

Við skelltum okkur á Hlölla-Báta þar sem Palli gerði lúmskt grín að afgreiðslumanninum sem talaði eins og köttur… eða eitthvað. Gestur frændi sótti okkur frændurna síðan og keyrði okkur upp á Grand Rokk þar sem var í gangi fyrirmyndakvöld karlahóps feministafélagsins. Þar voru ekki minni menn en Einar Már (rithöfundur), Eggert Arnar (blaðamaður) og Jón Gnarr (rauðhærður með gleraugu). Við fengum okkur meira öl þar og hlustuðum og hlóum. Svo í ölæði okkar skráðum við okkur í félagið og reyndar Loft líka. Palli lúraði okkur í þetta.

Eftir að allir höfðu lokið tali þá var míkrófónninn opinn. Þá kom sá allra leiðinlegasti og asnalegasti strákur sem ég hef nokkurn tímann hlustað á. Hann fór að væla yfir því að Jón Gnarr notaði orðið kelling um gamlar vinkonur mömmu sinnar. Maður sá á fólkinu sem var þarna að hlusta að það var á sömu skoðun og ég. Svo fór hann að röfla yfir því að þessi fundur hafi verið haldinn á Grand Rokk þar sem er selt áfengi. Þú þarft ekkert að kaupa áfengi frekar en þú vilt! Svo fór hann að væla yfir að klám væri alls staðar og út um allt. Þú þarft ekkert að horfa á klám frekar en þú vilt. Svo fór hann að væla yfir því að blaðið Orðlaus væri í rauninni bara karlablað og bla bla bla… Svo sagði hann svona þúsund sinnum “þú veist”. Hefði hann sagt eitthvað gáfulegt þá hefði fólk nennt að eyða tíma sínum í að svara honum. En það gerði fólk ekki.

Posted on 30. October 2003 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Jackie Chan í Jay Leno

Jackie Chan var í Jay Leno áðan og það skildi enginn hvað hann sagði held ég. Hérna er brot af því sem hann sagði:

“I go púbb… no in ireland it púbb… I standing… hahahaha… no… but people talking to me… I hihihahah… I don’t know talking about… just like Chris Tucker.

I was in long kissing… director like lights… I open my mouth… don’t usually in hong kong open mouth… but when i look at american films… open mouth like wow!… and like REHERSAL… and then I say… and Claire just like ahhhhh… after kiss… my face…. then cut.

I jump high… beginning in movie like jackie chan… end movie like fly… I like old sofa… look.

We do have a green screen… in jungle in forest… i just like run… ohohohoh… cut… we do 30 frames per second… we do 50 frames per second… we do 100 frames per second… i just keep practicing what do.”

Jay Leno: “I don’t have a clue what you just said… but lets take look at a clip from the movie”

Posted on 28. October 2003 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Nýr sími

Ég er að velta því fyrir mér að fjárfesta í nýjum síma. Ég er með gamla Nokia 7110 símann minn ennþá. Hann er búinn að vera duglegur að falla í gólfið. Loftnetið er að detta af honum og stórt stykki farið neðan af honum. Þannig að hann er ekkert gífurlega hress. Mælið þið með einhverjum síma?

Posted on 28. October 2003 by Árni Torfason Read More
1 2 3 4 15