ÍÞRÓTTIR

posts displayed by category

ÍÞRÓTTIR

Meistaradeildin

Það var verið að ljúka við að draga í átta liða úrslitum í Meistaradeildinni. Reyndar líka dregið í undanúrslitin og úrslitin þannig séð. Sem er alltaf hresst. Gaman að sjá hvernig þetta þróast áfram. En svo var niðurstaðan:

Átta liða úrslit:

  • Villarreal CF vs. Arsenal
  • Manchester United vs. FC Porto
  • Liverpool vs. Chelsea
  • Barcelona vs. Bayern München

Fjögurra liða úrslit:

  • MUFC/Porto vs. Villarreal/Arsenal
  • Barcelona/Bayern vs. Liverpool/Chelsea

Úrslitaleikurinn:

  • Barcelona/Baeyrn/Liverpool/Chelsea vs. MUFC/Porto/Villarreal/Arsenal
Posted on 20. March 2009 by Árni Torfason Read More
ÍÞRÓTTIR YOUTUBE

Manchester United og Benítez eitthvað brjálaður

Ef það er einhver sem veit hvað kom fyrir Benítez þá væri ágætt að fá það í kommenti. Hann er eitthvað gramur og að væla í alla fréttamenn sem hann finnur út í að Alex Fergusson sé bjáni og komist upp með allt. Furðuleg taktík hjá honum ef þetta er einhver taktík því að eftir að hann fór að væla gerði Liverpool jafntefli en MUFC vann Chelsea 3-0.

Annað sem mig langaði að ræða er hornspyrnan sem var dæmd af Manchester United í leiknum gegn Chelsea á sunnudaginn. Er fólk ekki almennt á þeirri skoðun að þetta hafi verið lögleg hornspyrna? Hérna er video af þessu atviki.

Posted on 13. January 2009 by Árni Torfason Read More
ÍÞRÓTTIR

Benítez gáfaður maður

Ég verð að hrósa Rafael Benítez, knattspyrnustjóra Liverpool, fyrir að segja í viðtali að hann mun ekki fagna fyrr en munurinn á næstu lið verði 20 stig í úrvalsdeildinni þeirri ensku. Eins og staðan er í dag þá eru Liverpool og Chelsea jöfn í efsta sæti deildarinnar með 29 stig, Arsenal í þriðja sæti með 23 stig og svo MUFC í því fjórða með 21 stig en á leik til góða. Segjum að þeir vinni hann og þá eru þeir komnir í þriðja sætið með 24 stig. Það er smá áhyggjuefni fyrir MUFC menn að Chelsea sé fyrir ofan okkur en ég hef minna en engar áhyggjur af Liverpool. Þeir eru einfaldlega ekki það góðir til að halda þetta út. Mín spá er sú að deildin endi c.a. á þennan veg.

1. MUFC (88 stig)
2. Chelsaea (86 stig)
3. Arsenal (78 stig)
4. Liverpool (75 stig)

Þannig að Liverpool áhangendur sem eru eitthvað að íhuga það að fagna Englandsmeistaratitli í ár geta gjörsamlega gleymt því. Bara svona svo þetta sé á hreinu.

Posted on 10. November 2008 by Árni Torfason Read More
ÍÞRÓTTIR LJÓSMYNDUN

Ísland vs. Skotland í hljóði og mynd

Fór á Ísland – Skotland í gærkvöldi á Laugardalsvelli. Fínasti leikur. Ísland hefði þurft að skora aðeins fyrr þá hefðu þeir pottþétt náð að jafna. Erfitt samt þegar tröll eins og Darren Fletcher er annars vegar að vinna leik. Setti saman smá myndasýningu í Soundslides og lét fylgja með hljóðupptöku frá leiknum í gær. Smellið á myndina hérna fyrir neðan til að komast í sýninguna.

Iceland vs. Scotland

Posted on 11. September 2008 by Árni Torfason Read More
ÍÞRÓTTIR

Ólympíuleikarnir bíta og hoppa

Ólympíuleikarnir eru búnir. Það var vel hægt að fylgjast með þeim í Svíþjóð. Bæði sænska og danska sjónvarpið var með á nokkrum stöðvum allan daginn útsendingu og svo Eurosport með líka.

Það gerðist ýmislegt á þessum leikum. Einhver heimsmet í 100m og 200m hlaupi og fleira ómerkilegt. En það gerðist líka ansi margt hresst sem maður hefur bæði séð og ekki séð áður.

BÍTA Í VERÐLAUNAPENINGINN
Það voru allavega svona helmingurinn af þeim sem fékk verðlaun sem gerðist Skakki-Turninn-í-Pisa frumlegur og ákvað að bíta í verðlaunapeninginn. Er það bara ég eða er þetta ekki skelfilega ófrumlegt. Gaurinn eða gíran sem gerði þetta fyrst var fáránlega góður á því. Bíta bara í peninginn. Flipp! Þú varst að vinna ólympíugull. Þú ert einn sá allra besti í þinni íþróttagrein en eina sem þér dettur í hug er að bíta í helvítis glingrið? Hérna eru nokkrar af fólki að bíta í gullið.

Ástralinn tungulokkaði beit í gullið

Kannski ekkert skrítið að Koby gerði þetta

Meira að segja Íslandið gerði þetta

HELJARSTÖKKIÐ
Það fer alltaf í taugarnar á mér þegar íþróttamenn eru búnir að vinna eitthvað afrek og taka heljarstökk. Yfirleitt er þetta þegar fólk er búið að klára sig í hástökki eða stangarstökki. Yfirleitt líka þeir sem vinna ekki heldur eru að detta út. Eins og þeim finnist nauðsynlegt að skella sér í eitt heljarstökk svona til rétt að sýna að þau séu ekki algjörir aular. Við vitum alveg að þetta fólk, sem getur stokkið vel yfir 2m í hástökki, eru frábærir íþróttamenn. Alveg óþarfi að sanna það með heljarstökki. Þetta er svona eins og að ólympíumeistarinn í fimleikum tæki einn “konnís” eftir að hafa tekið heljarstökk og flikkflakk dútsíhænujúkk á slá. Það væri bara aulalegt. Jafn aulalegt og það er að taka þetta heljarstökk á dýnunni eftir hástökkið.

STÖKKVA Í MARK
Ég hef lengi verið að velta fyrir mér alls konar leiðum til að svindla í frjálsum íþróttum. Er með á planinu að klifra upp stangastökksstöngina og standa uppi á henni og hoppa svo yfir. Fer í það seinna á árinu. En annað sem ég velti líka fyrir mér afhverju enginn henti sér í mark í hlaupunum. Það gerðist svo einmitt á leikunum í ár þegar USA maðurinn David Neville henti sér í mark í síðasta skrefinu og nældi sér þar af leiðandi í verðlaunapening, sem hann svo líklegast beit í.

David Neville minn maður hoppaði í mark

Meira var það ekki. Fínasta skemmtun sem þessir Ólympíuleikar voru.

Posted on 25. August 2008 by Árni Torfason Read More
1 2 3