ÍÞRÓTTIR

posts displayed by category

ÍÞRÓTTIR LJÓSMYNDUN

Gunnar Nelson Íslandsmeistari í BJJ

Vaknaði klukkan 8:30 í gærmorgun á sunnudegi sem er auðvitað ekki sem á að gera. Þurfti að skafa í þokkabót. Myndaði hann Gunnar Nelson frá morgni til kvölds þar sem hann tók þátt í Íslandsmeistaramótinu í Brazilian Jiu-Jitsu. Þetta er annað árið sem mótið er haldið og var fjölgun keppenda ansi góð. Reyndar fækkaði aðeins í hópnum vegna veikinda… eða hræðslu við Gunnar Nelson. Það sáust ansi góðir taktar á þessu móti og fullt af fólki mætti til að horfa á. Eina sem vantaði fannst mér var veitingasala sem þeir hefðu stórgrætt á þar sem að eina sem hægt er að kaupa í Þróttaraheimilinu er kók í sjálfsala. Og eins og sannur Íslendingur þá átti ég ekki klink. Nóg af mér. Það var ekki við öðru að búast en að Gunnar myndi rúlla þessu upp sem hann og gerði. Hann vann flokkinn sinn (-81kg) sem og opna flokkinn örugglega. Fékk ekki stig á sig í öllum viðureignunum. Mun klára að ganga frá þessum myndadegi mögulega í vikunni og setja inn á torfason.is. Það er reyndar meira væntanlegt á torfason.is. Sagan mín frá Eþíópíu er nokkurn vegin klár þannig að hún kemur bráðlega líka.

GUNNAR NELSON

Hérna er videosamantekt frá mótinu sem er líka að finna inn á bardagi.is.

Posted on 9. November 2009 by Árni Torfason Read More
ÍÞRÓTTIR LJÓSMYNDUN

Gunnar Nelson með gull og silfur á Pan Jiu-Jitsu No-Gi Championship í New York

Gunnar Nelson heldur áfram að gera frekar góða hluti í Jiu-Jitsu heiminum. Hann lenti núna um helgina síðustu í fyrsta sæti í sínum flokki og öðru sæti í opnum flokki á Pan Jiu-Jitsu No-Gi Championship í New York. Í úrslitum í opnum flokki lenti hann á móti Rafael Sapo sem er æfingarfélagi hans í Renzo Gracie Academy í New York. Þannig að það var kastað upp á hvor fengi gullið. Veit ekki afhverju það er. Vildi að gamni deila með ykkur tveimur myndum af þeim félögum að glíma á æfingu sem ég tók í desember í fyrra. Þetta var virkilega jöfn glíma og hefði getað dottið hvoru megin. Þannig að kannski var hlutkesti ekkert svo galin hugmynd þó svo að ég sé viss um að Gunnar hefði haft hann.

GUNNAR AND RAFAEL

GUNNAR AND RAFAEL

Posted on 6. October 2009 by Árni Torfason Read More
ÍÞRÓTTIR LJÓSMYNDUN

Gunnar Nelson kominn með Svarta Beltið

Það hlaut að koma að því að Gunnar Nelson yrði svartbeltingur. Gunni lenti í fjórða sæti í opnum flokki á ADCC 2009 í Barcelona og eftir það ákvað Renzo Gracie sem er víst afar strangur á beltagjöf að veita honum svarta beltið. Miðað við árangurinn sem hann er að ná í greininni er ekki spurning að hann á þetta skilið.

Það er ekki einfalt að ná svona langt í íþrótt sem þessari. Mikil og erfið vinna sem hefur farið fram hjá Gunnari. Eins og einhverjir vita þá fór ég til New York í Desember 2008 til að fylgjast með daglegu lífi og æfingum hjá Gunnari. Getið séð afraksturinn af þeirri ferð hérna.

_21O6946

Posted on 1. October 2009 by Árni Torfason Read More
ÍÞRÓTTIR YOUTUBE

Adebayor traðkar á Van Persie

Var aldrei búinn að sjá atvikið þegar Adebayor traðkaði á Van Persie. Var í smá stund að finna þetta á netinu en fann að lokum. Nú er búið að dæma Adebayor í þriggja leikja bann fyrir bæði þetta og að hlaupa til Arsenal áhorfenda þegar hann skoraði. Ég segi nú bara ekki annað en hann hefði nú mátt fá lengra bann en þrjá leiki fyrir þetta brot á Van Persie. Augljós ásetningur þarna á ferðinni. Maður sér það best frá fyrsta sjónarhorninu að fóturinn er ekki bara að lenda á jörðinni heldur er hann að sparka honum niður.

Posted on 17. September 2009 by Árni Torfason Read More
ÍÞRÓTTIR

Rooney útaf fyrir að drífa sig

Skelfilegur leikur áðan. Manchester að tapa hressilega dýrmætum stigum gegn Fulham. Byrjaði ekki vel með því að Scholes var rekinn útaf snemma leiks og þeir fengu víti sem þeir skoruðu svo sannarlega úr. Skiptir samt litlu máli fyrir lið eins og Manchester að vera manni færri en voru hressilega óheppnir með nokkur færi og markmannskvikindið hjá Fulham varði rosalega á köflum. Niðurstaðan 2-0 ósigur gegn liði sem á sæmilegum degi við eigum að klára léttilega. Hneyksli þegar Rooney var rekinn útaf fyrir að kasta boltanum hressilega til baka í átt að sínum eigin leikmanni til að vera fljótari að taka aukaspyrnu aftur sem dómarinn heimtaði að MUFC gerði. Dómarinn hálf þroskaheftur hélt að Rooney væri að reyna að myrða litla stúlku uppi í áhorfendapöllunum og gaf honum gult og rak útaf. Hneyksli verð ég að segja. MUFC mun kæra þetta og fá þetta afturkallað. Ekki spurning. Annars voru Chelsea svo góðir að tapa líka í dag sem er óskiljanleg góðmennska hjá svo góðu liði.

Ánægður með skotið hjá Tottenham eftir að leiktíminn rann út. Með þessu tapi sínu í dag, hjá Chelsea þ.e.a.s., þá eigum við ennþá góðan möguleika á að vinna titilinn. En eins og ég hef sagt áður þá hef ég engar áhyggjur af Liverpool.

Posted on 21. March 2009 by Árni Torfason Read More
1 2 3