LJÓSMYNDUN

posts displayed by category

LJÓSMYNDUN

Blackbird Fly

Síðustu daga er ég búinn að vera að prufa myndavélina sem ég fékk senda frá Japan um daginn. Myndavélin er frá fyrirtæki sem heitir Superheadz og er frá Japan. Það er líka tengt fyrirtæki sem heitir PowerShovel Ltd. sem er líka Japanskt. Mæli með seinni síðunni. Hana er hægt að hafa á ensku. Nema þú sért sleyptur í pönskunni þá ættirðu að geta skemmt þér á superheadz síðunni. Blackbird Fly er hönnuð af Superheadz og er “135 TWIN LENS REFLEX CAMERA”. Hún er létt og meðfærileg. Það er horft ofan í hana og þar er allt öfugt. Þannig að ef maður hefur litla reynslu af þannig vél þá tekur smá tíma að finna út hvað snýr upp og hvað niður. En það kemur fljótt. Það er smá maus að hlaða filmuna í fyrsta skiptið en verður einfaldara eftir því sem maður gerir það oftar. Það er hægt að velja um þrjár stillingar. Hafa maska sem lætur rammann vera 24x36mm. Hafa maska sem lætur rammann vera 24x24mm. Hafa engann maska og þá tekur hún á allan hlutann af filmunni sem getur verið fyrir ljósi þegar shutterinn opnast. Sem þýðir að myndin flæðir yfir allt og alla. Dæmi fyrir neðan. Svona lítur vélin út.

Blackbird Fly

Blackbird Fly

Hérna er síðan linkur á kynningu á vélinni. Svo hérna fyrir neðan eru nokkur skot af handahófi. Er ennþá að skanna inn eins og vindurinn.

Gulur bíll

Beljufætur

Gaurar með stillansa

Posted on 16. September 2008 by Árni Torfason Read More
ÍÞRÓTTIR LJÓSMYNDUN

Ísland vs. Skotland í hljóði og mynd

Fór á Ísland – Skotland í gærkvöldi á Laugardalsvelli. Fínasti leikur. Ísland hefði þurft að skora aðeins fyrr þá hefðu þeir pottþétt náð að jafna. Erfitt samt þegar tröll eins og Darren Fletcher er annars vegar að vinna leik. Setti saman smá myndasýningu í Soundslides og lét fylgja með hljóðupptöku frá leiknum í gær. Smellið á myndina hérna fyrir neðan til að komast í sýninguna.

Iceland vs. Scotland

Posted on 11. September 2008 by Árni Torfason Read More
LJÓSMYNDUN

Central Park

Sigurjón sokkur eins og hann er kallaður er að fara að opna formlega Central Park sýninguna sína á föstudaginn næsta, 25.júlí. Opnunin er frá 19-22 og mæli eindregið að fólk mæti. Ef ekki á opnunina þá á þá daga sem sýningin er opin. Nánari upplýsingar um það hér. Sýningin er í Gallerý Gónhól, Eyrarbakka.

Ein af myndunum sem er að finna á sýningunni.

Ef þið komist ekki á sýninguna þá getið þið samt skoðað myndirnar sem eru að finna á henni hérna. Það er samt allt annað að sjá svona myndir hressilega stórar uppi á vegg eða litlar á vef. Þannig að mæting er málið.

Posted on 24. July 2008 by Árni Torfason Read More
1 4 5 6