LJÓSMYNDUN

posts displayed by category

LJÓSMYNDUN

ICELAND AIRWAVES bækur til sölu

Bókin mín með myndum frá Iceland Airwaves hátíðinni frá 2002-2006 verðu til sölu yfir Airwaves í Eymundsson bæði í Austurstræti og Skólavörðustíg. Og mögulega í Mál og Menningu á Laugaveginum. Mæli með að þið grípið ykkur eintak. Hún mun kosta skít á kanil eins og maðurinn sagði. Held að hún verði á um 700kr.

ICELAND AIRWAVES photographs by Árni Torfason

Posted on 14. October 2009 by Árni Torfason Read More
ÍÞRÓTTIR LJÓSMYNDUN

Gunnar Nelson með gull og silfur á Pan Jiu-Jitsu No-Gi Championship í New York

Gunnar Nelson heldur áfram að gera frekar góða hluti í Jiu-Jitsu heiminum. Hann lenti núna um helgina síðustu í fyrsta sæti í sínum flokki og öðru sæti í opnum flokki á Pan Jiu-Jitsu No-Gi Championship í New York. Í úrslitum í opnum flokki lenti hann á móti Rafael Sapo sem er æfingarfélagi hans í Renzo Gracie Academy í New York. Þannig að það var kastað upp á hvor fengi gullið. Veit ekki afhverju það er. Vildi að gamni deila með ykkur tveimur myndum af þeim félögum að glíma á æfingu sem ég tók í desember í fyrra. Þetta var virkilega jöfn glíma og hefði getað dottið hvoru megin. Þannig að kannski var hlutkesti ekkert svo galin hugmynd þó svo að ég sé viss um að Gunnar hefði haft hann.

GUNNAR AND RAFAEL

GUNNAR AND RAFAEL

Posted on 6. October 2009 by Árni Torfason Read More
ÍÞRÓTTIR LJÓSMYNDUN

Gunnar Nelson kominn með Svarta Beltið

Það hlaut að koma að því að Gunnar Nelson yrði svartbeltingur. Gunni lenti í fjórða sæti í opnum flokki á ADCC 2009 í Barcelona og eftir það ákvað Renzo Gracie sem er víst afar strangur á beltagjöf að veita honum svarta beltið. Miðað við árangurinn sem hann er að ná í greininni er ekki spurning að hann á þetta skilið.

Það er ekki einfalt að ná svona langt í íþrótt sem þessari. Mikil og erfið vinna sem hefur farið fram hjá Gunnari. Eins og einhverjir vita þá fór ég til New York í Desember 2008 til að fylgjast með daglegu lífi og æfingum hjá Gunnari. Getið séð afraksturinn af þeirri ferð hérna.

_21O6946

Posted on 1. October 2009 by Árni Torfason Read More
LJÓSMYNDUN

Eins forsíða á Mogganum og Fréttablaðinu

Það gerist nú ekki oft þó svo það gerist einstaka sinnum að bæði Morgunblaðið og Fréttablaðið eru með mynd á forsíðunni hjá sér sem eru nánast eins. Það gerðist í dag, daginn eftir 12-0 sigur Íslands á Eistneska kvennalandsliðinu. Myndirnar getið þið séð hérna fyrir neðan. Smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu.

moggi-frettabladid2Kristinn Ingvarsson á myndina hjá Morgunblaðinu en Vilhelm Gunnarsson mynd Fréttablaðsins.

Posted on 18. September 2009 by Árni Torfason Read More
LJÓSMYNDUN

Saga verður til: Jinka Zonal Hospital

Er svona hægt og rólega á síðustu vikum búinn að fara í gegnum allar myndirnar sem ég tók á spítalanum í Jinka í Eþíópíu í byrjun árs. Búinn að koma mér upp ágætis ferli þegar ég er að búa til sögur. Felst í rauninni bara í því að fækka myndunum hægt og rólega. Núna eru myndirnar komnar niður í c.a. 50 myndir sem ég er búinn að prenta út. Byrja sem sagt að velja í tölvunni og þegar ég er kominn niður í c.a. 50 myndir þá prenta ég út og dreyfi fyrir framan mig. Ágætt að fá einhvern utanaðkomandi til að kíkja á söguna með sér. Fínt vegna þess að viðkomandi hefur ekkert séð af sögunni og er því þannig séð hlutlaus. Hef bæði notið góðs af Sigurjóni og Billa í þessum efnum.

Jinka Zonal Hospital

Posted on 16. August 2009 by Árni Torfason Read More
1 2 3 4 5 6