LJÓSMYNDUN

posts displayed by category

ALMENNT LJÓSMYNDUN

Miro, fyrirlestur og Nintendo.

Flott þegar það líður mánuður á milli skrifa hérna. En svona er þetta nú bara. Það hefur ýmislegt gerst hjá mér frá því 18.desember. Hérna kemur kannski það helsta.

Fyrirlestur í Ljósmyndasafni Reykjavíkur.
Við Billi héldum fyrirlestur um gerð ljósmyndafrásagna í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í samvinnu við safnið og Blaðaljósmyndarafélagið. Max Houghton, ristjóri Foto8 tímaritsins, hélt fyrirlestur á undan okkur. Huga að um 100 manns hafi mætt sem er ansi góð mæting. Það er verið að vinna úr upptökum af þessum tveimur fyrirlestrum og kanna hvort það sé hægt að henda þessu á netið fyrir þá sem ekki komust. Þ.e.a.s. ef það er áhugi fyrir því. Við kynntum líka á fyrirlestrinum vefinn Miro.skara.is sem er ætlaður til að kynna ljósmyndafrásagnir fyrir íslenskum fjölmiðlum og hversu vel virkar að nota svona frásagnir í blöðin. Við erum alveg á því að þetta er það sem fólk vill. Fyrirkomulagið á þessum vef verður þannig að ljósmyndarar senda okkur myndir og síðan fáum við gest í ritstjórn í hverjum mánuði og út kemur eitt nettímarit í hverjum mánuði.

miro-issue01

Myndir Ársins og World Press Photo
Tók saman nokkrar myndir bæði fyrir Myndir Ársins og World Press Photo. Myndir Ársins opnar 6.mars 2010 og úrslit verða kunn í World Press Photo einhvern tíman í febrúar held ég.

Nintendo
Fundum í geymslu gömlu Nintendo tölvuna hennar Auðar. Erum með nokkra leiki og þar á meðal Super Mario Bros sem hefur mest verið spilaður. Núna er verið að reyna að grafa upp hvort einhver eigi Super Mario Bros 3.

Posted on 18. January 2010 by Árni Torfason Read More
LJÓSMYNDUN

JINKA ZONAL HOSPITAL

Stuttu eftir áramót fór ég í ferð til Jinka sem er bær í Eþíópíu. Fylgdist þar sem störfum á spítalanum sem ber ábyrgð á svæði sem inniheldur hálfa milljón manns. Myndasaga frá mér birtist í Sunnudagsmogganum í dag þar sem tekin voru viðtöl við feðgana Sverri Ólafsson og Jóhannes Ólafsson. Þetta var merkileg lífsreynsla að fara þarna út og það er alveg frábært starf sem fer fram á þessum spítala. Þið getið séð fleiri myndir með því að fara inn á www.torfason.is.

2009-11-14-all-92

2009-11-14-all-94

Posted on 14. November 2009 by Árni Torfason Read More
ÍÞRÓTTIR LJÓSMYNDUN

Gunnar Nelson Íslandsmeistari í BJJ

Vaknaði klukkan 8:30 í gærmorgun á sunnudegi sem er auðvitað ekki sem á að gera. Þurfti að skafa í þokkabót. Myndaði hann Gunnar Nelson frá morgni til kvölds þar sem hann tók þátt í Íslandsmeistaramótinu í Brazilian Jiu-Jitsu. Þetta er annað árið sem mótið er haldið og var fjölgun keppenda ansi góð. Reyndar fækkaði aðeins í hópnum vegna veikinda… eða hræðslu við Gunnar Nelson. Það sáust ansi góðir taktar á þessu móti og fullt af fólki mætti til að horfa á. Eina sem vantaði fannst mér var veitingasala sem þeir hefðu stórgrætt á þar sem að eina sem hægt er að kaupa í Þróttaraheimilinu er kók í sjálfsala. Og eins og sannur Íslendingur þá átti ég ekki klink. Nóg af mér. Það var ekki við öðru að búast en að Gunnar myndi rúlla þessu upp sem hann og gerði. Hann vann flokkinn sinn (-81kg) sem og opna flokkinn örugglega. Fékk ekki stig á sig í öllum viðureignunum. Mun klára að ganga frá þessum myndadegi mögulega í vikunni og setja inn á torfason.is. Það er reyndar meira væntanlegt á torfason.is. Sagan mín frá Eþíópíu er nokkurn vegin klár þannig að hún kemur bráðlega líka.

GUNNAR NELSON

Hérna er videosamantekt frá mótinu sem er líka að finna inn á bardagi.is.

Posted on 9. November 2009 by Árni Torfason Read More
1 2 3 4 6