VIDEO

posts displayed by category

_21O2279
LJÓSMYNDUN VIDEO

Myndir ársins 2012

Ég tók þátt fyrst í sýningunni Myndir Ársins árið 2003 þannig að í ár var það í tíunda skipti sem ég tók þátt. Ég er ekki að mynda ýkja mikið fréttatengt þessa dagana þannig að það var ekki úr miklu að velja þegar ég sendi í sýninguna í ár. Engu að síður er alltaf hægt að finna eitthvað. Fékk í ár tvær myndir inn á sýninguna sem er bara aldeilis ágætt miðað við það að ég er ekki alla daga alltaf að taka myndir. Önnur myndin var í umhverfisflokknum og hin í íþróttaflokknum. Svo til viðbótar þá gerðum við Brynjar Gunnarsson smá video sem við fengum inn í myndskeiðaflokkinn. Þetta var í rauninni ljósmyndafrásögn sett upp sem myndband. Við fylgdum pari eftir sem voru bæði að keppa í WBFF European Championship sem var haldið hér á landi. Getið séð þessar tvær myndir mínar og videoið hérna fyrir neðan.

WBFF European Championship 2012

WBFF European Championship 2012

Skútuvogur. 2012.

Skútuvogur. 2012.

Posted on 19. March 2013 by Árni Torfason Read More