SPRELL

posts displayed by category

SPRELL

Aprílgabbið

Eftir aðeins 4 tíma svefn í nótt ákvað ég að skella í eins og eitt aprílgabb sem ég vil meina að hafi tekist ansi vel. Ég er í “hóp” á facebook sem nefnist “Ég er íbúi í Grafarholti” þar sem fólk ræðir ýmislegt sem er að gerast í hverfinu sem ég bý í. Um klukkan 9 í morgun skellti ég í status þar sem ég tilkynnti að við hérna á Kristnibraut 99-101 værum að losa okkur við hjól úr hjólageymslunni sem enginn kannaðist við.

Statusinn frá því í morgun.

Statusinn frá því í morgun.

Það leið ekki á löngu þangað til að fyrsti hafði bitið á agnið. Fór að spyrja út í hvernig hjól þetta væru og svo framvegis. Ég passaði mig að hafa þetta ekki of góð hjól. Talaði þau frekar niður heldur en hitt til að gera þetta trúanlegt.

Fólk beit á agnið.

Fólk beit á agnið.

Ég hafði svo komið fyrir miðum á hurðunum niðri í anddyri bæði 99 og 101 megin þar sem stóð að um aprílgabb væri að ræða og þakkaði komuna. Ég hef ekki nákvæma tölu á því hvort einhverjir mættu á svæðið. Ein nágrannakonan mín beit hins vegar á agnið og bankaði upp á og spurði hvort að bláa hjólið væri farið. Svo tilkynnti ég að þetta hefði verið aprílgabb seinna um daginn og sem betur fer þá hafa Grafhyltingar húmor og tóku þessu vel.

Grafhyltingar tóku þessu vel.

Grafhyltingar tóku þessu vel.

Posted on 1. April 2013 by Árni Torfason Read More