TÖLVUR

posts displayed by category

TÖLVUR

MacBook Pro 15″

Hef lengi verið með það bakvið eyrað að eignast MacBook Pro fartölvu. Er með MacBook Air sem hefur reynst mér mjög vel. Er hrikalega fín á ferðalögum og í sófabráws. Er alltaf öðru hverju að henda upp bókum sem krefjast þess af mér að ég noti apple. Aðallega vegna fontamála. Fæ sem sagt uppsetninguna í hendurnar og allir fontar fylgja með bara fyrir apple. Þetta eru bækur sem eru þýddar yfir á íslensku. Alls konar barnabækur og Ripleys og fleira í þeim dúr. Þannig að ég væri alveg til í að vera með hressar fartölvu til að geta leyst þessi verkefni.

Eins og staðan er í dag þá er þetta tölvan sem ég er að pæla í að fá mér:

MacBook Pro 15″
2.53GHz Intel Core i5 örgjörvi
6gb DDR3 vinnsluminni (uppfæri úr 4gb)
500GB 7200RPM harður diskur (uppfæri úr 5400RPM)
Hi-Res Anti-glare skjár (uppfæri úr skjánum sem fylgir með)

Tölvan myndi einnig nýtast í að vinna myndir. Kemur oft fyrir t.d. að bæði ég og Auður, kærastan mín, erum bæði að ganga frá ljósmyndum sem við höfum verið að taka. Sem þýðir að það væri ágætt að geta verið með aukatölvu í það.

Ég var búinn að skoða 13″ macbook pro tölvuna en held að það væri gáfulegra að fara í 15″ skjá og öflugri örgjörva í það sem ég ætla að nota hana í. Á í rauninni 13″ macbook air sem er “ferðatölvan okkar”. Þannig að þessi tölva þarf ekki að vera eins mikið “ferða”. Eruð þið með einhverjar pælingar varðandi þetta? Ætti ég að fara í 8gb minni? Ætti ég að fara í i7 örgjörvann eða er það allt of mikið? Hi-Res Glossy skjár frekar en Anti-Glare? Væri gaman að fá að vita hvað þið hafið að segja um þetta.

Og svo er spurning hvar maður á að kaupa?

Posted on 9. November 2010 by Árni Torfason Read More
TÖLVUR TÆKNI

Drobo getur klikkað

Eins og Drobo getur verið sniðugt fyrirbæri þá verður maður að passa sig vel að vita hvað maður er að gera. Ég er með 2x drobo-a hérna hjá mér. Einn nota ég fyrir backup fyrir óunnar myndir frá síðustu 10 árum eða svo. Síðan er ég með einn sem ég nota fyrir það sem ég er að gera akkúrat núna. Sem sagt 2010 og svo fylgir með 2009. Síðan tek ég reglulega backup af öllu saman á 2x utanáliggjandi diska. Þannig að ég á óunnar myndir alltaf á 3x stöðum.

Á sínum tíma þegar ég var að setja upp droboinn minn keypti ég mér bara 3x500gb diska til að byrja með. Droboinn var formataður þannig að hann á að þola 2TB af gögnum. Samkvæmt drobo.com þá segir að þegar droboinn fer yfir þessi 2TB þá á hann að búa til nýtt partition. Þannig að á einum drobo gætu verið 2 partition. Ég ákvað að treysta þessu án þess að treysta þessu almennilega og smellti á FORMAT sem droboinn vildi endilega gera. Í staðin fyrir að formata þetta nýja partition þá formatði hún allan diskinn og þá gat ég breytt honum þannig að hann höndli 16TB. Sem allir ættu að gera strax í upphafi.

Ég á sem betur fer backup af öllu sem var á þessum disk en ef þú treystir drobo algjörlega þá geturðu lent í veseni. Þannig að passaðu þig.

Posted on 7. September 2010 by Árni Torfason Read More