HÖNNUN

posts displayed by category

Við Elísa hress og kát í bolunum okkar fínu.
HÖNNUN

Rock, Paper, Scissor, Lizard, Spock

Ég fékk fyrir nokkrum árum í jólagjöf frá Auði líka þennan fína Rock, Paper, Scissor, Lizard, Spock bol. Hann var keyptur af ThinkGeek.com eins og svo margt annað sem við eigum. Hrikalega hrifinn af þessari síðu. Svo var ég að browsa í gegnum barnadótið einhvern tíman þegar ég rakst á sama bol nema bara fyrir börn. Ég var búinn að panta hann áður en ég vissi. Núna er Elísa loksins að passa í hann og það sem við lúkkum vel í þeim er all svakalegt.

Barnabolurinn á ThinkGeek.
Fullorðsinsbolurinn á ThinkGeek.
Rock, Paper, Scissor, Lizard, Spock tengingaspil á ThinkGeek.

Posted on 19. March 2013 by Árni Torfason Read More
HÖNNUN NETIÐ

visir.is

Fór í gegnum visir.is og henti út óþarfanum og eftir stóð c.a. 1/6 af síðunni. Vantar auðvitað eitthvað af dóti þarna inn sem þeir eru ekki með á síðunni hjá sér.

Kem kannski með nánari útlistun á þessum nýja vef þeirra ef ég nenni að koma mér í gegnum hann. Ætla að leyfa honum að “reyna” að venjast í nokkrar vikur áður en ég bauna yfir hann. En í fljótu bragði er þetta alveg skelfilegt.

Posted on 26. October 2010 by Árni Torfason Read More
HÖNNUN

11 bækur fyrir jólin

Það er búið að vera nóg að gera hjá mér síðustu mánuðina að henda upp bókum fyrir Sögur útgáfu. Byrjaði á ljósmyndabók og svo túristabók. Þetta eru bækurnar The Selection og Top 10 Reykjavík and Iceland. The Selection eða Úrvalið er afbragðskemmtileg ljósmyndabók þar sem Einar Falur Ingófsson valdi 13 bestu ljósmyndara Íslandssögunnar frá upphafi. Fyrsta bókin af þessu tagi til að koma út hérna á fróninu held ég alveg örugglega. Top 10 Reykjavík er túristabók þar sem Dr. Gunni leiðir okkur í sannleikann um meira og minna allt sem er hægt að gera og ekki gera í Reykjavík og Ísland. Skemmtileg bók og ekki bara fyrir útlendinga. Svo kom smá pása hjá mér fyrir jólatörnina. Í þeirri törn setti ég upp bækurnar Síbería, eftir Fritz Má Jörgensson, Paradísarborgin, eftir Óttar M. Norðfjörð, Síðustu dagar móður minnar, eftir Sölva Björn Sigurðsson, Vormenn Íslands, eftir Mikael Torfason, Magnús Eiríksson Reyndu Aftur, eftir Tómas Hermannsson, Jónas Kristjánsson Frjáls og Óháður, eftir Jónas Kristjánsson, Svínið Pétur, eftir Guðmund Steingrímsson, Jón Ólafur með dauðann á hælunum, eftir kikku, og svo Bíósaga Bandaríkjanna, eftir Jónas Knútsson.

biosaga-bandarikjanna_FINAL

Flestar þessara bóka eru komnar í dreyfingu eða eru að detta í dreyfingu á allra næstu dögum. Er hrikalega spenntur að fá Bíósögu Bandaríkjana (mynd fyrir ofan) í hendurnar. Í þeirri bók er að finna um 360 síður og hver einasta síða er frábrugðin þeirri næstu. Þannig að á hverri einustu síðu er eitthvað sem kemur lesandanum á óvart. Ég gluggaði í textann þegar ég var að setja upp bókina og held að þetta eigi eftir að verða frábær lesning. Ef við miðum við Bókatíðindi 2009 sem duttu í lúgur í dag eða gær þá setti ég upp 1,4% af jólabókunum í ár.

Posted on 18. November 2009 by Árni Torfason Read More