SJÓNVARP

posts displayed by category

SJÓNVARP

Testees og Dexter

Ég hef verið duglegur undanfarin ár að prufa alls konar þætti sem hafa svo sannarlega verið misjafnir. Ég verð afskaplega glaður þegar einhver bendir mér á nýja þætti sem ég hef ekki séð. Ennþá betra gamla þætti sem ég hef ekki séð. Gunnar Steinn benti mér á fína þætti sem heita Testees. Í stuttu máli fjallar þetta um tv0 gaura sem búa saman og vinna sem tilraunadýr hjá fyrirtæki sem hetir Testico. Þessi þáttur er ekki fyrir viðkvæma því að þeir gera í því að ganga fram af fólki.

Testess

Það er eitt season búið. Er frá 2008. Vona svo sannarlega að það mæti annað season í október í ár. Grunar samt að þessir þættir séu of grófir fyrir bandaríkjamenn og þar af leiðandi verður hann tekin af dagskrá. Svona eins og Family Guy var að lenda í.

Svo geta Dexter aðdáendur tekið gleði sína á ný þar sem að Season 4 er að hefja göngu sína hvað á hverju. Fyrsti þáttur er 27.september. Skemmtilegt að geta þess að það er hægt að skrifa “Testees” og “Dexter” með vinstri þar sem allir stafirnir eru vinstra megin á lyklaborðinu. Hugsa að lengsta orðið sem er hægt að skrifa með vinstri sé “stewardess”. Ef þið vitið um eitthvað lengra þá megið þið skjóta kommenti. Líka ef þið eruð með þætti sem þið haldið að ég hafi ekki séð.

Posted on 26. August 2009 by Árni Torfason Read More
SJÓNVARP

The Big Bang Theory

Mér var bent á The Big Bang Theory af henni Bjarnheiði. Þakka ég henni kærlega fyrir það þar sem þessir þættir eru gjörsamlega að hitta í mark á heimilinu. Þetta fjallar um 2 lúða sem búa saman og 2 lúðavini þeirra og svo sætu stelpuna á móti sem vinnur á The Cheescake Factory. Ég sé ýmislegt sem svipar til mín í þeim félögum. T.d. voru þeir að horfa á Battlestar Galactica. Ég var að byrja að horfa á season 3 og á 4 tilbúið. Sturtuhengið þeirra er Lotukerfið sem er sama hengi og hangir hérna á Kristnibrautinni. Svo er svona ýmislegt að týnast til eftir því sem líður á fyrstu seríuna. Mæli eindregið með að fólk tjékki á þessu ef það hefur ekki gert það nú þegar. Sérstaklega ef þú ert stærðfræðingur, ert hrifinn af Star Trek, átt lotukerfissturtuhengi eða bara almennt lúði inn við beinið.

The Big Bang Theory

Posted on 17. June 2009 by Árni Torfason Read More
SJÓNVARP

Þættir sem hafa farið framhjá mér

Ef það vill svo skemmtilega til að það sé einhver þarna úti sem getur bent mér á þætti sem ég höf gjörsamlega farið á mis við þá yrði ég afar þakklátur. Það síðasta sem ég hef verið að átta mig á allt of seint er annars vegar Stargate Atlantis og hins vegar It’s Always Sunny in Philadelphia. Þannig ef þú lumar á einhverju rosalega hressu sem þú telur að ég hafi ekki séð þá máttu endilega kommenta.

Posted on 8. January 2009 by Árni Torfason Read More
SJÓNVARP

MyndavélaEXTRAS

Nú kemur það fyrir að í sjónvarpsþáttum er eitthvað um að vera sem þarfnast að sé ljósmyndað. Þá eru fengnir greinilega einhverjir aukaleikarar til að leika ljósmyndara. Hefur alltaf pirrað mig rosalega mikið hvernig þessir aukaleikarar kunna ekki að leika. Eru svo langt frá því að líta út fyrir að vera alvöru ljósmyndarar að það er alveg skelfilegt. Er að horfa á The Wire og þar átti einn aukaleikarinn ansi gott múv. Hún hélt um linsuna með hægri hönd og þóttist vera að taka myndir með vinstri. En eins og flestir vita þá snúa myndavélar akkúrat öfugt. Takkinn til að taka mynd er hægra megin á vélinni. Held að þetta sé það fyndnasta sem ég hef séð í aukaljósmyndaraleik. Hún ætti auðvitað skilið að fá Emmy fyrir þetta.

Posted on 29. July 2008 by Árni Torfason Read More