ALMENNT

posts displayed by category

ALMENNT

209

Það eru 209 dagar síðan ég bloggaði síðast. Það er nær því að vera ár heldur en ekki ár. Ef ég gæti og fyndi verðlaunin sem ég fékk fyrir besti einstaklingsvefurinn á sínum tíma þá myndi ég skila þeim. Félagi minn Sigurjón er kominn á fullt skrið í bloggheiminum aftur og var það að hluta til ástæðan að ég ákvað að rífa mig upp af rassinum og læða inn nokkrum orðum. Eins og einhverjir vita ákvað ég að fjölga mannkyninu á síðasta ári og afraksturinn leit dagsins ljós 5.apríl 2010. Elísa mætti á svæðið organdi eins og hamstur.

Ég ætla ekki að fara að rifja upp allt sem hefur drifið á mína daga síðan ég bloggaði síðast enda líklegast hef ég ekki minni til þess. Held það sé best bara að byrja frá þessum punkti og halda áfram.

Posted on 2. September 2010 by Árni Torfason Read More
ALMENNT LJÓSMYNDUN

Miro, fyrirlestur og Nintendo.

Flott þegar það líður mánuður á milli skrifa hérna. En svona er þetta nú bara. Það hefur ýmislegt gerst hjá mér frá því 18.desember. Hérna kemur kannski það helsta.

Fyrirlestur í Ljósmyndasafni Reykjavíkur.
Við Billi héldum fyrirlestur um gerð ljósmyndafrásagna í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í samvinnu við safnið og Blaðaljósmyndarafélagið. Max Houghton, ristjóri Foto8 tímaritsins, hélt fyrirlestur á undan okkur. Huga að um 100 manns hafi mætt sem er ansi góð mæting. Það er verið að vinna úr upptökum af þessum tveimur fyrirlestrum og kanna hvort það sé hægt að henda þessu á netið fyrir þá sem ekki komust. Þ.e.a.s. ef það er áhugi fyrir því. Við kynntum líka á fyrirlestrinum vefinn Miro.skara.is sem er ætlaður til að kynna ljósmyndafrásagnir fyrir íslenskum fjölmiðlum og hversu vel virkar að nota svona frásagnir í blöðin. Við erum alveg á því að þetta er það sem fólk vill. Fyrirkomulagið á þessum vef verður þannig að ljósmyndarar senda okkur myndir og síðan fáum við gest í ritstjórn í hverjum mánuði og út kemur eitt nettímarit í hverjum mánuði.

miro-issue01

Myndir Ársins og World Press Photo
Tók saman nokkrar myndir bæði fyrir Myndir Ársins og World Press Photo. Myndir Ársins opnar 6.mars 2010 og úrslit verða kunn í World Press Photo einhvern tíman í febrúar held ég.

Nintendo
Fundum í geymslu gömlu Nintendo tölvuna hennar Auðar. Erum með nokkra leiki og þar á meðal Super Mario Bros sem hefur mest verið spilaður. Núna er verið að reyna að grafa upp hvort einhver eigi Super Mario Bros 3.

Posted on 18. January 2010 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Awesome World Foundation

Rakst á síðu á netinu sem heitir Very Awesome World.com þar sem maður að nafni Dallas Clayton hefur stofnað góðgerðarsamtök sem snúast um það að fá krakka til að lesa og fá krakka til að dreyma. Hann er á ferðalagi um Bandaríkinn og heiminn þar sem fyrir hverja bók sem er seld gefur hann eina bók. Fer í skóla, sjúkrahús og fullt af stöðum þar sem krakkar og fólk getur haft not af bókinni hans. Hægt er að kaupa eintak af bókinni á veryawesomeworld.com. Ég veit ekki með ykkur en ég er búinn að versla mér bók. Látið orðið ganga.

Awesome Book Tour from Dallas Clayton on Vimeo.

Posted on 18. December 2009 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Kókið út fyrir Kristal Plús

Gerði tilraun í síðustu viku og það var að eiga ekki til kók hérna á heimilinu. Kaupi alltaf 33cl dósir sem er án efa besta kókið. Ef einhver reynir að plata þig og segja að kók með glerbragði sé betra þá er hann að plata þig og þú sjálfan þig ef þú heldur þessu fram. En það er önnur saga. Eina leiðin til að minnka kókdrykkjuna hjá mér var einfaldlega að kaupa ekki kók. Ef það er til kók þá er allt of auðvelt að freystast í eina og eina dós sem verða ansi margar oft yfir daginn. Ég er samt ekkert hættur að drekka kók enda væri það vitleysa. Ég varð að finna mér einhvern annan drykk til að drekka með matnum og með mögulegu kvöldnasli. Ég hef valið Kristall Plús með Appelsínu- og Blóðappelsínubragði.

kristallvskok

Átt þú við kókvandamál að stríða? Hver er aðaldrykkurinn þinn?

Posted on 4. December 2009 by Árni Torfason Read More
1 2 3 4 5 289