ALMENNT

posts displayed by category

ALMENNT

Varúð. Mús.

Þessi litla mús reyndi að skella sér inn til okkar í hádeginu. Fann greinilega lyktina af pönnukökunum sem ég bakaði ekki. Grunar að músin búi undir pallinum við hliðina á okkur og núna þegar það er farið að verða kaldara úti þá ákvað hún að reyna að komast inn. Hún er held ég ekki að gera sér grein fyrir því að það býr köttur hérna. Hneta var límd við gluggann og fylgdist með henni. Er ekki viss um að músin hafi áttað sig á þessu. Mögulega var hún að þykjast vera dauð því hún var alveg grafkyrr.

Tilgangur með þessum skrifum er sá að passið ykkur að mýs komist ekki inn til ykkar í kuldanum. Er að pæla að kaupa svona hátíðnrafmagnsmúsafælu.

Posted on 19. October 2010 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

229kr á dag eða 83.585kr á ári

Nú hefur Stöð2 verið með auglýsingaherferð í gangi sem snýst um það hvað þú getur gert fyrir 229kr á dag. Hægt að kaupa sér ís og fara í keilu í 10 mínútur og alls konar hresst. Ágæt auglýsingaherferð þar sem 229kr er ekki nein fjárhæð. En um leið og þú ferð að reikna þá er þetta aðeins stærri tala. 83.585kr á ári. Hvað myndir þú gera við 83.585kr á ári?

Posted on 19. October 2010 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Jólabókageðveikin

Undanfarin ár hef ég verið að setja upp bækur fyrir Sögur útgáfu sem þýðir að það kemur alltaf tími þegar nær dregur jólum sem allar jólabækurnar detta í umbrot á c.a. sama tíma þannig að ég sit við tölvuna frá morgni til kvölds í nokkrar vikur. Sjitt hvað þetta var löng setning. Svona tímabil er einmitt í gangi núna og stóra verkefnið er án efa matreiðslubók með kokkalandsliðinu þar sem eldaðir eru réttir úr einungis 4 hráefnum. Ekki alltaf sömu hráefnin samt. Hrikalega skemmtileg bók sem á eftir að seljast í bílförmum. Verst að ég er ekki á prósentum. Það verkefni er að klárast. Vonanst til að hún fari í prentun á morgun eða þriðjudag. Þá er aðeins léttara á mér. En líklegast nokkrar í viðbót sem þarf að klára en ekkert jafn flókið og mikil vinna á bakvið eins og kokkalandsliðið. Það fóru 15 dagar í myndatökur fyrir bókina. Ekki alveg dagar frá morgni til kvölds en samt langir dagar. Ég er orðinn hrikalega spenntur að sjá eintak sem ætti vonandi að verða í lok mánaðar ef allt gengur eftir.

Svo mun aðeins róast hjá mér í nóvember og desember þar sem Auður fer að vinna 50% í október, nóvember og síðan 100% í desember. Þannig að ég er að detta í 50% fæðingarorlof. Mun leyfa ykkur að fylgjast með hvað ég og Elísa gerum af okkur á meðan móðirin er í vinnunni. Spila Super Mario bros, borða fjarstýringar, fljúga smá, toga í kisuskott og svo framvegis.

Þangað til næst. Farið ykkur á voða.

Posted on 10. October 2010 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Setan upp eða niður?

Frá því að fyrsta postúlínskálin mætti inn á heimili almennings þá virðist allt snúast um það að karlar skilji eftir setuna uppi. Við skulum byrja á því að skilgreina hvað það þýðir að skilja setuna eftir uppi. Klósettlokun skiptist í opið/setan uppi, opið/setan niðri og síðan alveg lokað. Það sem er verið að ætlast til af karlmönnum er að skilja eftir klósettið tilbúið með setuna niðri þannig að kvenmenn sem ætla að skella sér á kamarinn geti moonwalkað inn á klósettið og skellt sér á setuna án þess að hugsa.

Ég hef aldrei skilið þetta dæmi. Afhverju á að skilja eftir setuna niðri ef það eru kannski 50/50 líkur á því að næsti sem ætlar á klósettið er karlmaður og ætlar að pissa. Ættu þá konur að skilja eftir setuna uppi fyrir okkur karlmennina þegar þær ljúka sér af. Líkurnar eru meiri að einhver setjist á klósettið þar sem að karla og konur gera nr. 2 sitjandi. Konur pissa, flestar, sitjandi en karlmenn standa. Eru konur hræddar um að detta ofan í klósettið ef setan er uppi?

Lausn mín á þessu máli er afskaplega einföld og hreinleg í þokkabót. Hver sá sem notar klósettið lokar því alveg áður en hann sturtar niður. Með því eru ekki bakteríur að þjóta upp úr klósettinu þegar þú sturtar niður. Sérstaklega ef þú geymir tannburstann þinn temmilega nærri klósettinu þá geturðu alveg eins geymt hann á setunni eins og að sturta niður með opið klósett. Síðan opnar fólk bara klósettið eins og hentar í hvert skipti. Með þessu er þetta vandmál úr sögunni. Punktur.

Posted on 6. September 2010 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Búðarreglur

Eftir að ég flutti úr foreldrahúsum í mína eigin íbúð þá breytist ýmislegt. T.d. fer maður að versla sjálfur í stórmörkuðum á borð við Bónus. Á síðustu árum hef ég tekið eftir ýmsum ósiðum hjá fólki sem mætti svo sannarlega tuska til. Það mætti sem sagt tuska fólkið aðeins til. Það liggur við að það þyrfti að vera með svokallað innkaupaskírteini. 2 vikna námskeið sem endaði með prófi hvort þú megir versla sjálfur.

  1. Karfan er fyrir! Þegar fólk er komið á kassann og það er verið að afgreiða þá áttu vinsamlegast að drulla körfunni þinni frá svo að næsti maður geti komið sér í stöðu til að dæla matnum sínum í poka. Sumir eru einstaklega slæmir og eru ennþá með kerruna fyrir þegar afgreiðslufólkið er byrjað að afgreiða næsta kúnna.
  2. Vertu tilbúin/n með peningana! Fólk getur verið all svakalega að hugsa um sjálfan sig og virðist vera eitt í heiminum. Um leið og það er komið að þér þá áttu að taka upp kortið þitt og vera með það tilbúið. Ekki að byrja að gramsa í töskunni þinni að veskinu og svo kortinu í veskinu þegar afgreiðslufólkið segir þér hvað hlutirnir kosta. Sumir eru einstaklega slæmir og klára að setja draslið sitt í poka áður en það fer í að leita að kortinu.
  3. Ekki borga með seðlum! Nýjasta nýtt er að það er hægt að vera með kreditkort og debetkort. Seðlar eru bara fyrir eiturlyfjasala en ekki bjúgukaupandi bónusfólk. Tekur allt of langan tíma að finna til seðla og fá til baka. Sumir eru einstaklega slæmir og eru að telja klink upp úr veskinu sínu. Rauða spjaldið á þá.

Er eitthvað fleira sem ykkur dettur í hug sem mætti vera í reglunum um búðarkaup?

Posted on 5. September 2010 by Árni Torfason Read More
1 2 3 4 289