TÆKNI

posts displayed by category

crashplan-dropbox
TÆKNI

Taktu afrit!

Hversu oft hefur maður lesið frétt þar sem er sagt frá einhverjum höfundi eða námsmanni sem lenti í því að tölvu var rænt eða tölvan hreinlega hrundi og bíómyndin, ritgerðin eða nóbelsritgerðin tapaðist. Eins og staðan er í dag ættu svona fréttir ekki að heyrast. Það þarf enginn að lenda í því að tapa öllum ljósmyndunum sínum, ritgerðum eða öðrum gögnum. Ætla að nefna hérna nokkrar leiðir sem ég nýti mér til að koma í veg fyrir að fjallað verði um mig í fréttunum.

Mismunandi leiðir sem eru í boði hjá Dropbox.

Mismunandi leiðir sem eru í boði hjá Dropbox.

Dropbox
Dropbox er hugsa ég lang einfaldasta leiðin til að afrita gögn út á netið og kostnaðurinn er ekki mikill. Hægt er að skrá sig frítt á dropbox.com og þá færðu sjálfkrafa 2GB geymslupláss á netinu. Það ætti að duga fínt fyrir ritgerðir og annað smærra efni. Þú getur fengið ókeypis allt að 18GB ef þú ert dugleg/ur að fá aðra til að koma á dropbox. Svo ef þú tengir símann þinn við dropbox-accountinn þinn þá færðu oft smá viðbótarpláss. Mæli t.d. eindregið með því að tengja símann við dropbox. Þá afritar hann allar myndir sem þú tekur á símann þinn út á netið. Síminn dettur ofan í klósett og eyðileggst. Allar myndirnar komnar út á netið og ekkert vesen. Svo er hægt að kaupa meira pláss á dropbox.com ef þú vilt t.d. nota það til að afrita ljósmyndir sem eru fljótar að fylla þetta 2GB pláss. Svo það sem er sniðugt við dropbox er að þú getur syncað það við margar tölvur og unnið í sama skjalinu á mörgum stöðum og það syncar alltaf á milli.

Hvernig nota ég dropbox?
Ég er að vinna við að brjóta um bækur (setja upp bækur) og ég geymi öll vinnsluskjöl á dropboxinu. Engin hræðsla við að tapa neinu sem ég er að vinna í og ég get unnið bæði í ferðatölvunni og borðtölvunni án þess að þurfa að senda mér e-mail á milli. Nota dropboxið einnig til að sýna fólki myndir eða .pdf skjöl.

Þetta er leiðin sem ég valdi hjá Crashplan. Borgaði strax 4 ár.

Þetta er leiðin sem ég valdi hjá Crashplan. Borgaði strax 4 ár.

Crashplan
Crashplan er ég nýlega byrjaður að nota og er hrikalega ánægður. Chrasplan er hægt að nota á nokkra mismunandi vegu. Þú getur náð í forritið ókeypis á crashplan.com og tekið afrit á harðan disk sem er tengdur við tölvuna þín. Þú getur líka tekið afrit yfir á aðra tölvu í húsinu hjá þér eða þá heim til vinar þíns sem er líka með sett upp Crashplan. Til þess að geta tekið afrit út á netið þá þarftu að borga fyrir það sem er auðvitað ekkert nema sanngjarnt. Það er boðið upp á nokkur mismunandi plön í Crashplan+. Hægt að vera með margar tölvu sem eru að taka backup út á netið. Eða þá vera með bara eina tölvu. Hægt að velja um ótakmarkað magn út á netið eða 10GB hámark. Það sem crashplan gerir er að dulkóða allt efni sem fer út á netið eða til vinar. Þannig að þú þarft ekki að hafa áhyggjur að einhver komist í efnið þitt.

Hvernig nota ég crashplan?
Ég er ljósmyndari og ég hugsa að hvert ár hjá mér sé c.a. 500-1000GB að stærð. Ég keypti mér “CrashPlan+ Unlimited” sem gefur mér ótakmarkað magn út á netið. Ég borgaði strax 4 ár og kostaði það mig 190$ sem eru c.a. 24.000kr. Þetta eru tæplega 500kr sem ég borga fyrir þetta á mánuði. Og það er gjörsamlega yndislegt að vita af myndunum komnar út á netið. Ég nota crashplan líka til að taka backup af eldra efni sem ég hafði á dropboxinu. T.d. bækur sem ég setti upp frá 2009-2011 eru komnar í Crashplanið í staðin fyrir Dropboxið. Þannig losa ég pláss úr dropboxinu mínu.

Þetta er það tvennt sem ég nota daglega og gæti alls ekki verið án. Það eru ábyggilega til fullt af öðrum forritum sem gera svipaða hluti. Bara spurning að finna eitthvað sem hentar þér sem best. Ef þið hafið einhverjar spurningar þá getið þið skilið eftir komment eða sent mér línu á arnitorfa(hjá)gmail.com.

Posted on 26. March 2013 by Árni Torfason Read More
TÖLVUR

MacBook Pro 15″

Hef lengi verið með það bakvið eyrað að eignast MacBook Pro fartölvu. Er með MacBook Air sem hefur reynst mér mjög vel. Er hrikalega fín á ferðalögum og í sófabráws. Er alltaf öðru hverju að henda upp bókum sem krefjast þess af mér að ég noti apple. Aðallega vegna fontamála. Fæ sem sagt uppsetninguna í hendurnar og allir fontar fylgja með bara fyrir apple. Þetta eru bækur sem eru þýddar yfir á íslensku. Alls konar barnabækur og Ripleys og fleira í þeim dúr. Þannig að ég væri alveg til í að vera með hressar fartölvu til að geta leyst þessi verkefni.

Eins og staðan er í dag þá er þetta tölvan sem ég er að pæla í að fá mér:

MacBook Pro 15″
2.53GHz Intel Core i5 örgjörvi
6gb DDR3 vinnsluminni (uppfæri úr 4gb)
500GB 7200RPM harður diskur (uppfæri úr 5400RPM)
Hi-Res Anti-glare skjár (uppfæri úr skjánum sem fylgir með)

Tölvan myndi einnig nýtast í að vinna myndir. Kemur oft fyrir t.d. að bæði ég og Auður, kærastan mín, erum bæði að ganga frá ljósmyndum sem við höfum verið að taka. Sem þýðir að það væri ágætt að geta verið með aukatölvu í það.

Ég var búinn að skoða 13″ macbook pro tölvuna en held að það væri gáfulegra að fara í 15″ skjá og öflugri örgjörva í það sem ég ætla að nota hana í. Á í rauninni 13″ macbook air sem er “ferðatölvan okkar”. Þannig að þessi tölva þarf ekki að vera eins mikið “ferða”. Eruð þið með einhverjar pælingar varðandi þetta? Ætti ég að fara í 8gb minni? Ætti ég að fara í i7 örgjörvann eða er það allt of mikið? Hi-Res Glossy skjár frekar en Anti-Glare? Væri gaman að fá að vita hvað þið hafið að segja um þetta.

Og svo er spurning hvar maður á að kaupa?

Posted on 9. November 2010 by Árni Torfason Read More
KVIKMYNDIR TÆKNI

filma.is

Heyrði lítið annað í útvarpinu í dag heldur en auglýsingar fyrir filma.is. Filma.is er vefsíða þar sem þú getur leigt bíómyndir og þætti og horft í tölvunni þinni. Sumar myndir/þætti leigirðu og getur þá horft á 24 tímum. Annað efni geturðu átt og þar af leiðandi horft á aftur og aftur á filma.is. Ég er búinn að skoða þetta svona í fljótu bragði og þetta eru kostir og gallar sem ég finn.

Kostir:

 • Vefurinn lítur vel út sem þýðir að maður treystir honum og gæti sérð fyrir sér að leigja efni þarna.
 • Ágætis úrval af myndum.
 • Nokkrar frímyndir þannig að hægt er að sjá hvernig þetta virkar.
 • Flott að geta kveikt og slökkt á texta við myndirnar.
 • Hægt að velja um að spila frá byrjun eða halda áfram frá þeim stað sem maður hætti síðast.
 • Frekar góð gæði á myndunum sem og hljóð.
 • Það er í vinnslu að gera tengingu við Boxee, XBMC, Plex og fleira.
 • Það er hægt að sjá sýnishorn úr myndunum.

Gallar:

 • Textinn við myndirnar er frekar smár.
 • Vantar að það sé eitthvað preload í gangi þar sem að myndin sem ég prufaði að horfa á höktir örlítið. Stór galli þar á ferðinni. Mögulega tengist það því að margir eru að horfa á frímyndina. Veit ekki alveg hvernig kerfið virkar hjá þeim.
 • Það mætti alveg bjóða upp á afslátt ef þú kaupir t.d. allar seríurnar af KLOVN. Ef þú gerir það þá kostar það þig um 14.000kr sem er frekar mikið.
 • Ég væri til í að sjá verð á þætti 150kr en ekki 300kr. Jafnvel lægra fyrir eldri þætti.
 • Svo væri gaman að sjá þætti sem eru í gangi í sjónvarpinu núna. Ég væri kannski til í að borga 300kr fyrir þátt sem var sýndur í gær í sjónvarpinu.

Mæli með að þið skellið ykkur inn á filma.is og kannið málið. Endilega kommentið hérna fyrir neðan hvað ykkur finnst um kostina og gallana. Og einnig hvað ykkur finnst um filma.is. Ég er ekki frá því að þetta sé flott framtak hjá þeim og virkilega gott skref í rétta átt.

Posted on 19. September 2010 by Árni Torfason Read More
TÖLVUR TÆKNI

Drobo getur klikkað

Eins og Drobo getur verið sniðugt fyrirbæri þá verður maður að passa sig vel að vita hvað maður er að gera. Ég er með 2x drobo-a hérna hjá mér. Einn nota ég fyrir backup fyrir óunnar myndir frá síðustu 10 árum eða svo. Síðan er ég með einn sem ég nota fyrir það sem ég er að gera akkúrat núna. Sem sagt 2010 og svo fylgir með 2009. Síðan tek ég reglulega backup af öllu saman á 2x utanáliggjandi diska. Þannig að ég á óunnar myndir alltaf á 3x stöðum.

Á sínum tíma þegar ég var að setja upp droboinn minn keypti ég mér bara 3x500gb diska til að byrja með. Droboinn var formataður þannig að hann á að þola 2TB af gögnum. Samkvæmt drobo.com þá segir að þegar droboinn fer yfir þessi 2TB þá á hann að búa til nýtt partition. Þannig að á einum drobo gætu verið 2 partition. Ég ákvað að treysta þessu án þess að treysta þessu almennilega og smellti á FORMAT sem droboinn vildi endilega gera. Í staðin fyrir að formata þetta nýja partition þá formatði hún allan diskinn og þá gat ég breytt honum þannig að hann höndli 16TB. Sem allir ættu að gera strax í upphafi.

Ég á sem betur fer backup af öllu sem var á þessum disk en ef þú treystir drobo algjörlega þá geturðu lent í veseni. Þannig að passaðu þig.

Posted on 7. September 2010 by Árni Torfason Read More
ALMENNT TÆKNI

2gb RAM í Mac Mini

Lenti í góðu veseni áðan að setja 2gb minni í Mac Mini-inn inni í stofu. Í honum voru 2 256mb kubbar en núna er kominn 2gb kubbur. Þvílíkur munur á hraðanum. Svo kemur Snow Leopard í hana um helginga sem eykur hraðan ennþá meira. Spennandi tímar framundan. Nota Mac Mini-inn til að horfa á video og svo til að horfa á boltann auðvitað. Kemur fyrir að maður browsi netið eða skoði myndir. Fínt að vera t.d. að velja myndir í svona stórum skjá. Hvað sem því skiptir þá lenti ég í töluverðum vandræðum að setja kubbinn í. Gekk nokkuð auðveldlega að opna tölvuna en svo kom að því að skrúfa. Skrúfjárnið sem sagt passaði ekki þannig að ég fór í Húsasmiðjuna að kaupa mér nýtt skrúfjárn. Gekk ágætlega að losa dótið og setja minnið í. Svo húrraði ég þessu öllu saman með hjálp Auðar og kveikti… ekkert gerðist. Það hafði losnað eitthvað drasl inni í tölvunni sem mér naumlega tókst að festa aftur. Áður en það gerðist eyðilagðist samt skrúfgangurinn í einni skrúfunni þannig að ég rétt svo náði að opna tölvuna. Núna er samt allt komið í lag og hún er á blússandi siglingu.

31.08.2008

Er að velta fyrir mér að kaupa ljós bakvið sjónvarpið inni í stofu. Veit einhver hvort það sé hægt að kaupa ljós sem tengist sjónvarpstækinu þannig að það kvikni á því þegar það er kveikt á sjónvarpinu? Annars er ég að pæla í einhverju svona sem fæst í IKEA.

Posted on 2. September 2009 by Árni Torfason Read More
1 2